Það er kannski ofaukið að senda inn tvær greinar sem fjalla um nýliðna tónleika. Ég get bara þvímiður ekki hamið sjálfan mig og er ástæðan hversu gæðatónleikar Íslendingar fengu að heyra og sjá um nýliðna helgi.

Ég verð nú að segja að ég bjóst við góðum tónleikum, ekki frábærum en samt góðum. Það sem ég fékk hinsvegar voru meira en frábærir tónleikar. Byrjunin var reyndar svolítið brösuleg á báðum tónleikunum, þar er kannski helst við að sakast að hljómsveitarmeðlimir hafi verið að hita sig upp. Keith sem söng nær röddinni hans Plants ótrúlega vel. Phil er aldeilis einstakur gítarleikari, stíllinn hans er mjög hreinn og er hann fær um að spila næstum því eins hratt og Page gat á sínum bestu árum. Paul sem spilaði á trommur er mjög góður trommuleikari, hann er ekki eins góður og Bonham var en trommusólóinn sem hann tók í lok tónleikanna á eftir rock and roll var mjög góður. Síðast en ekki síst var það Eddie sem spilaði á bassa, hljómborð og annað hljóðfæri sem ég man ekki hvað heitir eins og er.

Hápunktur tónleikana verður að teljast Kashmir með langan, fallegan og yfirhöfuð flottan acoustic solo á undan. Lágpunkturinn var hinsvegar stairway to heaven þar sem einu mistökin sem ég tók eftir síðara kvöldið gerðust. Þar fibaðist gítarleikaranum eitthvað. Það sem lesendur verða að taka til greina þegar þeir lesa þessa lofgjörð um framistöðu Simply-led er að ég er mikill Led Zeppelin aðdáandi. Þá er líklegast of lítið sagt. Ég veit hvernig Zeppelin á að hljóma live þar sem ég hef hlustað á yfir 100 tónleika með þeim. Simply-Led er fullfærir um að skapa sömu stemningu sem Zeppelin sköpuðu og get ég með sanni sagt að þeir ná um 80% hljóðsins.

Tónleikarnir fá 4,5 af 5 í minni bók, vonandi koma þeir aftur en enn fremur vonandi fáum við að sjá Zeppelin reunion.

Lifið heil og rock and roll.

Greatness.