Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: HJÁLP!!!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Harðorð eða ekki…..that girl is one sick puppy! Ég ætla bara að segja það strax. Ég trúi því ekki að nokkur manneskja sé hjartalaus með öllu, en ég hef rekið mig á fólk sem kemst skrambi nálægt því. Allavegana þá á þessi stúlka við mikil vandamál að stríða, með sjálfa sig. Að öllum líkindum er hún mjög öryggislaus og full af tómleika. En bíddu aðeins….ÞAÐ ER EKKI ÞITT VANDAMÁL!!!!!!!!!!! Enga Jesús-komplexa hérna, gerðu það sem er best fyrir ykkur bæði. Farðu! Ég held að þú sért að rugla...

Re: Re: Er ekki viss

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Isabelle, ég var í svipaðri aðstöðu. Og drullaðist ekki til að dratta mér í burtu. Það þýðir víst lítið að sjá neitt eftir því, en þetta voru bara svo góð ár. Einmitt þegar maður á að vera að skemmta sér sem mest. Enníveis, ég drattaðist ekki einusinni að lokum, letinginn. Eintóm leti, hjá mér a.m.k. ´ Núna er ég eiginlega bara gift draumaprinsessunni, s.s. sjálfri mér LOL! Og líður betur en nokkru sinni. Luv, Lynx ;o)

Re: Re: Rómantík

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Veit nákvæmlega hvað þú ert að fara. Ég held að það sé nauðsynlegt að geta upplifað þetta einn, til þess að geta átt það með öðrum. Finnst einhverjum það meika sens hjá mér?? Allavegana finnst mér það. En skv. þessarri skilgreiningu þá er ég gjörsamlega hópless rómantíker ein með sjálfri mér. LOL!!! Þótt ekki séu nema uppáhalds gömlu ullarsokkarnir mínir, sitja í stóra stólnum í náttfötum með teppi og kakó og lesa góða bók og hlusta á vonda veðrið úti. Mér finnst það þá voðalega rómantísk...

Re: Re: af hverju

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Spúúútnik er ekki “easy on the wallet”. Var það kannski fyrir 5 árum síðan en mér finnst hún hafa umturnast í eitt allsherjar “rip-off” og er enda löngu hætt að versla þar.

Re: Re: Re: Rómantík

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Engar áhyggjur Gromit, mér þykir ekki fyrir því :) Verð bara stundum pirruð því mér finnst ég hafa fengið ósanngjarna meðferð. Svona vitlausan enda á reipinu, so to speak. Enníveis það var fyrir löngu síðan og þakka pent hrósið *roðn* Hux, Lynx ;o)

Re: Rómantík

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Sammála Gromit, rómantík er tilfinning eða hugarástand sem ekki er hægt að festa hendur á. Einusinni fyrir nokkrum árum áttum ég og minn fyrrverandi tveggja ára afmæli. Samkvæmt öllum kokkabókum hefðum við átt að vera með einhverjar rosalegar tilfæringar. En shit happens og við vorum svo skítblönk að annað eins hefur ekki sést lengi hér í alsnægtasamfélaginu. Svo við skröpuðum saman öllum smápeningum í íbúðinni og áttum ákkúrat 600 krónur, sem þá dugði fyrir tilboðsbíói á þriðjudegi. Svo...

Re: Re: Rómantík almennt!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Já og það mest svekkjandi er að það hefði örugglega verið voða rómó ef þú hefðir ekki verið svona upptekinn af því að vera svekktur og notið stundarinnar. Skil alveg hvað þú átt við. Væntingar eru eitur þegar kemur að svona hlutum. Hux, Lynx :/

Re: Re: Re: Hætt saman :´(

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Æi elskan þú átt svo skilið einhvern sem dýrkar þig eins og þú ert en er ekki að ölmusast eitthvað og vorkenna þér. Þú átt betra skilið. Be strong! Luv, Lynx.

Re: Re: Re: Svimi

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Sá þetta núna, dammit! Jæja, fyrst henni hefur ekki tekist að koma klónum í þennan strák úti í bæ, þá telst hún lögleg bráð. Hérmeð er gefið út opið veiðileyfi, go for it drengur. Djók. Hún hefur allavegana ekki brugðist illa við og nú veit hún a.m.k. af þér ;) Gangi þér vel, keep us posted. Lynx

Re: Re: Re: Svimi

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hahaha *Roðn* Það er rétt ég fylgist ekkert með korknum. Kíki strax.

Re: Hætt saman :´(

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Samhryggist innlega, þrátt fyrir að ég hafi talið að þetta væri ykkur báðum fyrir bestu. Sambandsslit eru alltaf erfið og sársaukafull. Ein spurning: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú getur ekki staðið á eigin fótum? Ég er ansi hrædd um að þetta gæti orðið dáldið rugl að búa saman, hætt saman. Jafnvel þótt þið séuð góðir vinir. Það er ekkert mikið pláss til að “move on”. Miðað við það sem þú hefur sagt okkur, þá gæti verið að ekki yrði það mikil breyting á samskiptum ykkar. Hefurðu...

Re: Eigiði góða pointera?

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ok, lets get real here folks. Það er alltaf ömurlegt að vera dömpað, það er aldrei þægilegt eða sársaukalaust. En huglaust og óheiðarlegt dömp, bætir niðurlægingu ofan á höfnun. Ég er sammála því að ofan, að vera hreinskilinn og allt það. Ég er með pointera um hvað á EKKI að gera. A) EKKI og ALDREI í símann, tölvupóst, SMS eða í gegnum einhverja aðra skræfuhækju. B) EKKI segja “eigum við ekki bara að vera vinir” nema að þú MEINIR ÞAÐ! C) Ekki reyna að vera eitthvað ástúðlegri en ástæða er...

Re: Svimi

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hæ Subaru, léstu hana aldrei fá bréfið?

Re: Það er ekki hægt

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
I hate to say “I told you so”, svo að ég ætla ekki að gera það. Hmmm…var búin að því. Allavega lýsi ég yfir samúð minni. Vildi að þetta gæti verið auðveldara hjá þér, ég veit alveg hvað þú ert búinn að vera að ganga í gegnum. Leiðinlegt að þetta skyldi ekki ganga betur. Hux, Lynx ;)

Re: Fór til hvelvítis en aftur til baka

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Mikið óskaplega var þetta fallegt bréf hjá þér. Ég var líka búin að gleyma hvernig það var að vakna og horfa á sinn heittelskaða. Besta tilfinning í heimi. Ég er búin að vera með andlegt ofnæmi fyrir ástinni svo lengi. Þið eruð eiginlega bara að lækna mig hérna. Eða kanski ekki. Allavegana, takk fyrir þetta Hjartað mitt. Hux, Lynx ;)

Re: Vinátta ...

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Segðu henni frá mér að að öllum líkindum er hún að gera stærstu mistök æfi sinnar. A.m.k. var það það hjá mér. Hux, Lynx ;)

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Mig vantar hjálp!!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ja hérna Kodak, eins og ég sagði þá er þetta þitt eigið líf og þinn siðferðisþroski og þú berð alla ábyrgð á því sjálfur hvað þú velur og hvað þú ert tilbúinn til að gera til þess að hlutirnir gangi þér í hag. Við höfum öll gert hluti sem við erum ekki stolt af og ég er engin undantekning. En ég hef líka í mér agnarögn af sjálfsgagnrýni og þörf til að vera betri manneskja og það gerir mér kleift að líta yfir farinn veg og læra af mistökunum. Þú veist hvað ég á við, ekki satt? Það var allt...

Re: Re: Re: Re: Mig vantar hjálp!!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Whatever, allavegana er það að notfæra sér þriðja aðila og leika sér að tilfinningum hennar, ekki siðferðilegur valkostur fyrir mér. Suit yourself. Þetta er þitt líf og þín siðferðisvitund. Góðar stundir, Lynx ;)

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Re: Að hætta saman-Önnur saga

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jaaahjarna, þú ert aldeilis í rusli greyið mitt. Talandi um að vita ekki hvað þú hafðir í höndunum fyrr en það var farið. Málið er að kannski eru tilfinningarnar einfaldlega kólnaðar hjá henni, ef til kemurðu til með að þurfa að horfast í augu við það. Hitt er annað mál að það er ekki liðinn langur tími, bara vika, er það ekki? Og hún segist vilja vera ein um tíma. Það þýðir líka það að hún þarf rými núna, held ég. Og að mér læðist sá grunur að sennilega ertu að skemma fyrir þér með því að...

Re: Re: Re: Að hætta saman-Önnur saga

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
“ég held að ég geti ekki lýst því í orðum hversu mikið ég elski hana og hvað ég er tilbúinn að gera fyrir hana.” Ertu búinn að reyna að segja henni það?? Við viljum öll vita að við erum elskuð og metin að verðleikum. Hvað er að okkur? Við erum alls ekki nógu dugleg að segja fólkinu okkar það. Hvað er að því að segja það bara? Oft. Ég reyni að muna það á hverjum degi að láta fólkið í lífinu mínu vita hversu mikið ég met það. En því miður er eins og maður gleymi því alltaf jafnharðan þangað...

Re: Re: Að hætta saman

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ugh, já sammála Gromit. Það var hræðilegt að venjast því að fara ein að sofa. Vaninn getur verið þinn allra versti óvinur. En eftir dáldinn tíma fór ég að njóta þess að hafa svona mikið pláss LOL! Ég bjó líka ein dáldið lengi, þurfti að venjast því að gera við hluti sjálf (negla nagla, skrúfa saman húsgögn), fara sjálf á stúfana og tékka á næturhljóðum (ég er myrkfælin) og lýsa undir rúmið ef ég fékk martröð, fara og kvarta eða hringja sjálf á lögguna ef nágrannar voru með læti o.s.frv. En...

Re: Re: Mig vantar hjálp!!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ok, sorrí strákar, en mér finnst þroskastiginu vera dáldið ábótavant hérna. Ef sandkassaleikir er ennþá eitthvað sem þið hafið áhuga á og teljið ekki lítillækka ykkur, go right ahead! Hitt er annað mál að þetta alltsaman er líka bara hluti af almennum þroskaferli unglinga, sem mig er farið að gruna að þú sért Kodak. Ekkert að því, útaf fyrir sig, bara gott að vaxa uppúr því sem fyrst. En Fredinn, ég vil ráða þér frá því að draga aðra manneskju inní þetta mál. Ef stúlkan vill þig ekki, verði...

Re: Hvað er að?

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Fuck other people!!! Hverjum er ekki sama hvað einhverjum stereotýpum útí bæ finnst! Þeir eru bara vitlausir og þeim líður vel…… Ekki fleiri orðum á það eyðandi. Hux, Lynx ;)

Re: Re: Re: Að hætta saman

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég ætla að segja eins og er að ég gæti ekki verið meira hjartanlega sammála Vargi og Astas. Ég held að þið eigið bæði við tilfinningaleg vandamál að stríða. Þú segir næstum hreint út: hann er að særa mig, ég vil ekki særa hann. Hugsaðu aðeins um þetta viðhorf. Fyrir mér hljómar þetta dáldið eins og manipulation = verið að ráðskast með líf og tilfinningar, aðallega þínar. Ég á kanski ekki að tala um það, en ég hef verið í mjög svipaðri aðstöðu og ég gerði þau mistök að ég var kjur dáldið...

Re: Að fara í sleik !

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hmmm…ég er nú dáldið sein með þetta svar, en er möguleiki að þú eigir bara við erfiðleika að stríða í sambandi við kynlíf og líkamann yfirleitt? Love, Lynx.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok