Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Re: Re: Free Form RPG!?

í Spunaspil fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Æi, þetta er auðvitað eitthvað sem má jagast um endalaust eins og svo margt annað í þessu sambandi. Allavegana, þá finnst mér vera munur á þessu.

Re: Re: Free Form RPG!?

í Spunaspil fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Neinei, það er grundvallar munur á FFRPG og LARP. Sami munurinn og á RPG og LARP. FFRPG er bara RPG mínus kerfi. LARP er live action role playing, sem er allt annað.

Re: D&D 3rd Edition

í Spunaspil fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Jeij!! Klapp klapp, þið eruð að vekja upp dauða hérna (þ.e.a.s. mig ég var búin að fá algjört plebb á þessu) :)

Re: Re: Spunaspil á Hugi.is

í Spunaspil fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Já Askur var íslenskt spunaspil sem kom út, að ég held 1992. Mér fannst það ágætt þegar ég prófaði það. Ok, fólk er að telja upp hérna. AD&D Vampire Mage Toon Cyberpunk Og fullt af einhverju fleiru sem ég get aldrei munað hvað hét, það er að verða svo langt síðan ég hef spilað eitthvað. Gaman að sjá þetta áhugamál :) Lynx

Re: Re: Re: Re: Re: Hvað er til ráða

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég hef heyrt góða hluti um eggin, þótt ég hafi aldrei prófað sjálf. Það ættu kannski að vera nógu góð meðmæli að vinkona mín er búin að fara gegnum ein 4 eða 5, því að þau bara bræða úr sér að lokum (tek fram að hún hefur verið einhleyp lengi og mjög réttilega kröfuhörð). Annars dáist ég alveg rosalega að ykkur sem eiga svona dót. Ég hef aldrei fengið mér svona, af því að mér finnst það eitthvað svo fráhrindandi tilhugsun að þetta er úr plasti eða einhverju svona hörðu og köldu og svo...

Re: Vetur að ganga í garð?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Já góð spurning, ég lendi alltaf í vandræðum þegar það byrjar að kólna. T.d. núna er ég í voðalegu veseni, á enga húfu eða neitt. Ég á reyndar alveg sjittlód af heimaprjónuðum sjölum frá ömmsu minni þeirri dásamlegu og tilraunakenndu prjóna og heklikonu. Alltaf jafngaman. Málið er líka það að ég týni ALLTAF vettlingunum mínum!! Þetta er óþolandi ég er orðin 25 ára gömul og ég þyrfti eiginlega að næla vettlingana við ermarnar eins og smábarn ennþá. Þ.a. þið skiljið ef ég er hikandi við að...

Re: hvað á ég að gera ?

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
OMG OMG OMG, mér finnst ég kannast eitthvað við hugsunarganginn hérna. Hann segir kannski líka að það hafi verið þú sem vildir þessa sambúð og ef þú sért ekki ánægð með það þá geti hann bara farið????? Well darn good riddance to bad garbage, þetta er óþolandi og óásættanleg hegðun. Ef hann getur ekki komið fram við þig sem þá fullgildu og dýrmætu manneskju sem þú ERT þá getur hann bara hunskast til að taka pokann sinn. Ekki er svo að heyra að hann sé eitthvað fjárhagslega ómissandi ! o( Og...

Re: Staðlað bréf

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Búin að senda :)

Re: Veikur...

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Jááááááá!!!! Þetta er geeðveik mynd. Ég sá hana í fyrsta skipti þegar ég var tólf ára og sé hana alltaf reglulega. Svona á 2 ára fresti. Fallegasta setningin finnst mér samt alltaf hvernig hann segir: “As you wish.” Ég held að það sé satt að: “Anything but extraordinary love is a waste of my time!” Getur einhver giskað á myndina? (Að mestu leyti algjört krapp en hefur þó þetta við sig…) Hux, Lynx

Re: Re: Veit ekki neitt.....!

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
LOL!!!! Hahahaha, ég á hund :) Og já það er alveg stórkostlegt hvað hundar geta gert fyrir fólk :) Þessar yndislegu sálir.

Re: Re: Re: Veit ekki neitt.....!

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
KNÚÚÚÚÚSSSSS til baka *fliss* :)))

Re: Re: Veit ekki neitt.....!

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Rétt Spacey, á venjulegum degi er ég að njóta þess í botn að vera ein. Sérstaklega þar sem ég var mjög óhamingusöm í mínu sambandi. Og ég er búin að njóta þess í 2 ár. En svona stundum á síðkvöldum þegar vindurinn næðir, þá verður mér stundum kalt á tánum og sakna þess að hafa ekki einhvern til að hvíslast á við og segja leyndarmálin mín. Skilurðu hvað ég á við? Ég býst við að grasið sé grænna báðum megin og ekki verður víst á allt kosið. Takk dúll, Lynx

Re: Re: Tvö lítil ljóð sem ég samdi :o)

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mikið ofboðslega er ég fegin að það er búið að banna þig, gimpi.

Re: Tvö lítil ljóð sem ég samdi :o)

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Fallegt :)

Re: Leðurbuxur

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ef að þetta er sæmilega vandað leður og hann fer úr þeim á nóttunum, þá ætti þetta ekki að vera neitt vandamál. Og hvaða homma- og perrafóbía er í sumum hérna í sambandi við leður??? Er ekki í lagi með ykkur. Leður er náttúruefni, nokkuð þægilegt og alltaf flott. Svona svipað og ull, bómull og silki. Vitiði ekki að leður og loðfeldur voru fyrstu efnin í fatnað sem maðurinn notaði. Já og kynþokkafullt líka, bæði á körlum og konum. Gjörsamlega TIMELESS CLASSIC. Og hananú!! Og í sambandi við að...

Re: Re: Að vera eða ekki vera öðruvísi!

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sammála um að styrkja ekki risafyrirtækin. En málið er að mér finnst vera gróflega okrað og snobbað með 2ndhand líka á Íslandi. Þ.a. ég vil eiginlega ekki styrkja það heldur. Mér finnst það orðið algjört plebb. Ég verslaði mikið í Spúútnik fyrir svona 5-10 árum síðan og þá var gott verð þar. En mér finnst það orðið algjör klisja núna.

Re: pása

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ó, elsku dúllusnúllan mín. Það kemur alltaf meira uppá yfirborðið hjá þér, litla duglega kona. Mér finnst að þú eigir bara að fara heim og sleikja sárin og reyna að jafna þig, hjá mömmu þinni og pabba. Jafnvel þótt það verði ekki verkfall. Ég er viss um að heimilislæknirinn þinn myndi skrifa fyrir þig læknisvottorð í tvær-þrjár vikur, til að fara heim og hvíla þig, ef það verður skóli. Farðu bara í frí. Þú hefur orðið fyrir hræðilegri lífsreynslu og það tekur tíma að jafna sig á svoleiðis....

Re: Re: Re: Hvað get ég gert....?

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hey Porta, það lenda allir í þessu fyrr eða síðar. Og bottom line er það að þú verður að virða hennar ákvörðun. Sumum hlutum getum við einfaldlega ekki breytt :( Eina ráðið sem ég get gefið af eigin reynslu er: GET A LIFE. Það gerði ég og ég verð mínum fyrrverandi eilíflega þakklát fyrir það a.m.k., ég fékk tækifæri til að byrja uppá nýtt og byggja upp lífið mitt, gera breytingar, taka áhættu og LIFA!!! Nú ertu bara einfaldlega frjáls til að gera hvað sem þú vilt. Gerðu eitthvað fyrir...

Re: Farin !!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Æi, gangi þér vel dúlla og ekki láta foreldra þína draga þig niður. Bara horfa upp og fram. Knús, Lynx

Re: Ótrúleg vanlíðan...

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Æi, hux. Lynx.

Re: Guð minn góður!!!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Uuuuugggghhhhhhrrrrr (garggg!!!!!). Í hvaða andskotans djöfulsins helvítis landi er svona viðbjóður leyfður!!!!! Þetta er eitt af því fáu sem fær mig til að trúa að maður geti verið ILLUR í gegn! Ekki einusinni menn, heldur skrýmsli. Ófreskjur! Sem ætti að vera útrýmt skipulega, ég skal alveg viðurkenna að ég hefði ánægju af að murka úr þeim lífið. Vesalings, vesalings, vesalings börnin :~( Ég verð svo skelfingu lostin, ofsareið og full viðbjóði í einu að það er verulega erfitt að eiga við...

Re: Re: Re: SORRÝ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Alltaf gaman af vitrænni og málefnalegri umræðu. Mikið dáist ég að fjölbreyttum orðaforða þínum, þú ert greinilega mikil manvitsbrekka. Er ekki erfitt að vera svona agalega misskilinn snillingur?

Re: hvar fást ódýr föt??

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Eiga ættingjar þínir einhver föt sem þau eru hætt að nota??

Re: Jakkar!

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ef þú kemur suður, prófaðu að fara í Top Shop í Lækjargötu. Það eru ágætis föt og fleira þar á frekar temmilegu verði. Ég hef keypt tvo jakka þar og þeir voru báðir undir 5 þús.

Re: SORRÝ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Elskan mín, ég veit ekki einusinni hvað þú ert að tala um. Við erum öll að skiptast á skoðunum hérna og stundum er fólk ósammála, það er ekki flóknara en það. Það er alveg óþarfi að taka þetta svona nærri þér, hvað sem það var (sem ég er ekki alveg að átta mig á). Þetta með “það mætti halda að þið hötuðuð mig” og “sorrý að ég fæddist”, er kallað á engilsaxneskunni “guilt-tripping” og það er óskaplega leiðinlegur ávani að segja svona. En flestir vaxa n.k. upp úr því svona um og eftir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok