Mér finnst alveg merkilegt hvað ástin getur sigrað margt. Ég er búin að vera með strák í 3 ár núna og við eigum 2 stelpur saman og ég átti eina fyrir, en hann kemur fram við hana eins og sína eigin dóttur. Við bjuggum á tímabili heima hjá mömmi minni og pabba, pabbi og kærastinn minn þola ekki hvorn annan, og tvisvar hef ég þurft að ganga á milli þeirra um miðja nótt af því að pabbi kom fullur heim og ætlaði að berja hann. Fyrra skiptið var ég ófrísk af stelpu númer tvö og við urðum að vekja elstu stelpuna sem var þá að verða 2 ára og flýja út og fara heim til mömmu hans, en í seinna skiptið var ég ný búin að eiga og þá kom hann aftur fullur heim (hann er alki) og þá var þetta miklu alvarlegra, af því að kærastinn minn hélt á dóttur okkar sem var bara 2ja vikna gömul og mamma rétt náði að taka hana úr fanginu á honum og ég á milli þeirra, þannig að klukka 3 um nótt urðum við að flýja aftur út og þá með tvö börn. Ég hélt að kærastinn minn væri núna komin með nóg af mér og pabba mínum, en hann sagði við mig: ástin mín ég læt hann ekki eiðileggja neitt á milli okkar :) mér fannst þetta alveg æðislegt. Svo fluttum við í leiguíbúð og vorum svo fátæk að oft áttum við ekki til neinn einasta mat í húsinu, þannig að amma kom stundum með mat til okkar (gott að eiga góða að), ég varð þunglynd og lífið var alveg ömurlegt, ég meikaði ekki einu sinni að fá mömmu mína í heimsókn :( En svo fluttum við í aðra íbúð sem var ógeðsleg, 40 fm og vorum að borga 50 þ fyrir hana. Það var geðveikur raki í henni og hún var rosalega dimm (ekki það besta fyrir þá sem þjást af þunglyndi) Svo kom annað rosalegt áfall, mið stelpan mín sem er rúmlega 1 árs í dag, greindist með hjartagalla þegar hún var 10 mánaða en sem betur fer er hann ekki rosalega alvarlegur og hún fer í aðgerð þegar hún er orðin 3 ára. Svo fæddist yngsta stelpan sem er 8 mánaða í dag og þá fóru hjólin loksins að rúlla. Ég var búin að vera 3 ár á biðlista hjá féló til að fá íbúð en ekkert gekk, en hjartalæknirinn skrifaði bréf og sagði að mið stelpan mín mætti ekki vera í raka þannig að ég yrði að fá íbúð og ein, tveir og tíu ég var komin með frábæra íbúð 90 fm og borga 36 þ fyrir hana og ég er að komast yfir þunglyndið.

En það sem ég er að meina með þessari sögu er það að við fórum nokkrum sinnum til helvítis og það sem hélt okkur gangandi var ástin, að fá að sofna í örmum hvors annars og vakna og það fyrsta sem maður sér er sá sem maður elskar. Mér finnst líka merkilegt að ástin geti þolað svona rosalegt álag og það er æðisleg tilfinning að vera búin að finna þann mann sem maður vill verða gamall með.

Ég veit ekki alveg hvort að það sé eitthvað vit í þessu sem ég er að skrifa, ég veð úr einu í annað (mér liggur svo mikið á hjarta) en ég vona að þið botnið eitthvað í þessu :)
Kveðja HJARTA
Kveðja