Ég flétti uppá, bara svona til gamans, hvað rómantík þýðir í raun og veru. Maður hefur tekið eftir því að það hefur skapast svolítil umræða um sanna merkingu rómantíkurinnar. En allavegana þá segir orðabókin að rómantík sé: óraunhæft, gyllandi viðhorf, óskhyggja og vökudraumar!!! Sorrý, en þeir hafa bara rangt fyrir sér. Það getur verið að ekki allir upplifa ekki rómantík (þessa útskýringu) en það vita allir hvað hún er… hluti af henni allavegana. Mér finnst t.d. rómantískt að sjá ástfangið fólk. Það fær mig til að brosa inní mér. Þegar einhver manneskja fær mig til að brosa inní mér, þá er það rómantík. Samt sem áður er ég svona hallærislega kúl rómantískur. Mér finnst rósir æðislegar, að gefa þær (þó að það sé þriðjudagur) er frábært og það er ennþá frábærara þegar ég fæ rósir. Faðmlög eru mikilvæg og bara allt dúll, að koma sér alltaf betur og betur fyrir í sófanum, með einhverjum er ótrúlega rómantískt. Labbitúr á kvöldin þegar að það er kalt, og rautt nef er rómantískt. Það sem ég er að segja er að rómantíkin er allt sem er gott við hvort annað. Það sem fær þig til þess að líða vel, og það sem fær hjartað til þess að taka svona aukakipp, bara út af engu. Mér finnst svo margt rómantískt, og sumt meira að segja sem kemur mér ekkert við, að það tæki marga daga að telja það upp… En það sem er rómantískast af öllu er að upplifa rómantík með einhverri/hverjum og sá aðili upplifir það sama.
Gerið eitthvað gott fyrir þann sem þig elskið í dag, þó að það sé þriðjudagur, það nefninlega skiptir ekki máli hvaða dagur er, það er tilfinningin.
Í rómó fílíng…
Gromit