Takk fyrir þetta góða innlegg. Í því sem hér fylgir vil ég sérstaklega taka fram að ég tala fyrir mína eigin hönd en ekki annarra stjórnenda og skrifað er um málin frá mínu sjónarhorni, sem gæti mögulega verið byggt á misskilningi. Að mínu mati hefur þessi stigagjöf okkar verið á undanhaldi, vegna þess að hún er ekki það sem við þurfum lengur. Góðar og gildar ástæður hafa verið að baki þegar stigin voru sett fram; þ.e. meðal annars að örva flæði á síðunni og veita "umbun" fyrir að eyða vinnu...