Fólk leggur sig fram um að mæta á réttum tíma í skóla og til vinnu, líklega vegna þess að það verður að gera að og/eða vegna þess að það fær borgað fyrir það (eða já, borgar fyrir að fá að mæta, líkt og í framhaldsnámi).

En hversvegna í ósköpunum mæta íslendingar ekki á réttum tíma þegar búið er að skipuleggja eitthvað utan skóla/vinnu?

Fólk heldur boð, og gestirnir koma jafnvel hálftíma-klukkutíma seinna. Sumir kalla það "fashionably seint". (Sem er einfaldlega flottara nafn yfir "soldið seint").

Þvílík ókurteisi finnst mér...


Ég geri þetta aldrei. Gerið þið þetta og ef svo er, hversvegna?
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.