Ég sá á forsíðu fréttablaðsins grein sem heitir ''Börn nota klám sem gjaldmiðill á netið''. Þau segja að dæmi eru um að ''börn'' (örugglega er meint unglingar hér þótt að orðið ''börn'' sé vandlega valið) noti klám sem efni sem þau geta deilt og í því skyni til að nálgast meira efni á síðunna. Ekki veit ég hver er að segja að dæmi séu að börn séu að þessu, ne hvað ''dæmi'' á að þíða þarna, en:

''Við höfum bent á að á svona skráardeilisíðum virka ekki neinar netsíur. Börn eru því algjörlega óvarin gangnvart því ógrynni af klámefni sem þar er að finna'' - STEF (Sambands tónskálda eigenda flutningsréttar).

Hér skilst mér að reyna sé að vera gera einhverskonar siðferðislega hræðslu í samfélagið með þeim tilgangi að
deildu.net sé lokað. Börn þurfa að vita af þessu síðu og  gerast meðlimur þannig að það er ekki einsog að börn eru það óvarin að þau bara rekast óvart á eitthvað hardcore eins og þau láta það hljóma. Er ekki hægt að sjá þetta sem misnotkun á hræðslu almennings? Víst að starfsmaður í STEF
sé að vitna þarna í greininni er ekki mögulegt að þessi grein sé frá þeirri vegum komið? að það eru þau sem segja frá ''dæmum'' af ''börnum''?Það er þegar sagt ósatt þegar þegar sagt er að ''Skilyrði þess að ná í efni eru að setja inn efni á móti. Það getur þó reynst erfitt að finna efni sem vekur áhuga en fáir jafnframt eiga'' skilyrðin eru bara að halda hlutfallið fyrir ofan ákveðna tölu og það er hægt að gera það með því að hjálpa til við að deila hluti sem eru þegar á síðuna og það er miklu auðveldara líka.