Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Harry
Harry Notandi síðan fyrir 20 árum, 2 mánuðum 144 stig

Re: Nýja áhöfnin

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Bíddu nú við, Á Undan Kirk! Helvíti og Djöfull! Sci-Fi og nostalgía fara ekki saman, hvernig væri að horfa til framtíðar á alla spennandi kynþættina.

Re: Íslandsmeistarar 2000-2001

í Handbolti fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Er fólk á lyfjum, dómararnir höfðu ekkert að segja um þessi úrslit. Allir leikirnir voru unnir með nokkrum mun. Haukar hefðu samt valtað yfir þá í síðasta leiknum. Amen!

Re: Simpsons í mörg ár ... aðeins 2 látnir !

í Teiknimyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ekki gagnrýna hann fyrir að pása í þáttunum. Allstaðar í þáttunum má sjá litla texta sem aðeins er hægt að lesa ef maður pásar. T.d. á skiltinu fyrir utan kirkjuna og alltaf þegar þessir credit-listar skjótast upp skjáinn á ofurhraða. Prófaðu, þetta er snilld :)

Re: OH NEI. series 5

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sammála cent með listann en ég sver að ef Borg verður ekki með í næstu seríu og DS9 og VOY hafa ekki gerst þá skýt ég mig. Borg eru langflottustu vondu kallarnir með Klingonunum, skömm að þeir skyldu hafa gengið í Bandalagið

Re: Aldur Vinanna

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ross sagðist hafa sleppt fjórða bekk, þá yrði hann að vera ári yngri en Chandler ef þeir voru í sama árgangi. Speaking of Fucked up Chronologies!

Re: Neðsta sæti í Eurovision

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það á að henda Svíunum úr keppninni fyrir þessar ABBA-eftirlíkingar, svo voru þeir víst aldrei það hrifnir af ABBA á sínum tíma.

Re: Kvartanir vegna helgarblaðs DV (Engir spoilerar)

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kæri ritstjóri. Þetta sem birtist í helgarblaðinu er það heimskasta sem nokkurn tíma hefur komið fram í íslenskri fjölmiðlasögu. Þrjátíu prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu horfa á Survivor, ef 170.000 manns búa á því þýðir það 51.000 manns. Hvað heldur þú að margir þeirra séu áskrifendur núna, örugglega færri en áður en helgarblaðið kom út. Ég er ekki að mæla með heftingu á prentfrelsi, aðeins að þið spáið í hvernig fréttin er sett upp. Hefðuð þið varað fólk við með því að upplýsa það um að...

Re: Ekki lesa helgarblað DV!!!!!!

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Megi Plága Leggjast á Greinarhöfund!!! Ekkert sniðugt við þetta!

Re: Lokahóf HSÍ

í Handbolti fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sú staðreind að Ásgeir Örn Hallgrímsson hafi ekki verið valinn efnilegastur er hrein geðveiki. Hann er 17 ára og stóðst þá pressu að vera aðalskytta Íslandsmeistarana í fjarveru fyrirliðans. Sömuleiðis á Viggó skilið verðlaun, man einhver eftir Evrópukeppninni? Enn og aftur er litið fram hjá Haukum.

Re: Úrslitaleikir á hlutlausum völlum

í Handbolti fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Haukar eru nú búnir að vinna annað árið í röð án heimaleikjaréttar. Pælið í því!

Re: Why?

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fólk sem ruglast á Star Wars og Star Trek á að vera skotið. Allir sem gera grín að okkur eru mainstream-sauðir(sheep) sem hafa aldrei séð allar myndirnar og ef einhverjar þá The Empire Strikes Back sem er ekki skemmtileg ein og sér. Vei Þeim fyrir að upplifa heiminn ekki eins og við hin. They Are Truly the Less Fortunate

Re: Haukar Íslandsmeistarar!!!!

í Handbolti fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég er feginn að Haukar unnu þennan leik, ekki aðeins vegna þess að ég er Haukamaður heldur vegna þess að þá fáum við hinir loksins frí frá ykkur KA-mönnum. Þið eruð nánast með helminginn af greinunum hérna! Lay Off!!!

Re: Dark Angel í stað Buffy The Vampire Slayer

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Af hverju gátu fíflin á Stöð 2 ekki látið Dark Angel koma í staðinn fyrir X-Files og haldið áfram með Buffy. Helvítis Fíflin!

Re: Star W. vs. Hringadróttinssaga

í Sci-Fi fyrir 23 árum
Það var náttúrulega vitleysa að The Phantom Menace hafi ekki fengið óskarinn en hvað varðar Hringadróttinssögu er aldrei að vita hvað úr verður, vona bara að hún komi ekkert niður á SW

Re: Star Wars Episode II - Preview (no spoilers)

í Sci-Fi fyrir 23 árum
The Republic er orð yfir fólkið sem aðhyllist það og berst gegn The Empire, þó að Palpatine stjórni The Republic er hann samt ekki með algert vald og því gerast andstæðingar hans fulltrúar The Republic sem að lokum tapa.

Re: Rúv söks

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Er innilega sammála. Þessir Teletubbies eru synir Satans

Re: Vona að næsta mynd verði ekki of barnvæn

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hafa verður í huga að Star Wars er ekki ætluð sem algjör spennu-thriller heldur ævintýri og við vitum öll hver fíla þau mest. Einnig vil ég benda greinarhöfundi á að ef hann er alvöru aðdáandi ætti hann að reyna að láta koma sér á óvart sem mest og komast sem minnst að innihaldi næstu mynda. Það vildu örugglega allir komast að faðerni Luke með því að horfa á myndina sjálfa, því miður voru fæstir svo heppnir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok