Ég varð fokillur eftir að hafa óvart opnað helgarblað DV, eitthvað sem gerist mjög sjaldan.

Ég hvet ykkur öll að skrifa skammarbréf til ritstjórnarinnar: dvritst@ff.is og koma skoðun ykkar á framfæri.
Hér á eftir fer það sem ég sendi, leyfið okkur að sjá hvað þið sendið.

————
Ég er ekki áskrifandi að DV og mun líklegast aldrei verða áskrifandi að þessum ómerkilega snepli.
Sérstaklega ekki eftir að á Laugardaginn seinasta var ég að bíða og gerði þau mistök að opna helgarblaðið ykkar og hvað var það fyrsta sem ég sá? [Nafn þess sem vann] VANN SURVIVOR 2… gerið mér þann greiða að hoppa upp í rassgatið á ykkur, svona gerir maður ekki. Ekki þar sem þið vitið að Skjár 1 er að sýna þetta og enn voru 6 keppendur eftir þegar blaðið var birt.

Svona lagað er ómerkilegt og mjög lýsandi fyrir þessa æsifréttamennsku og “unprofessional” vinnubrögð ykkar.
Þið eigið að vita betur.

Einn frekar æstur…
p1mp.Roland