Star Wars Episode II - Preview (no spoilers) Nýlega var ég að vafra um á fréttagrúppum á netinu og komst þá yfir 120MB MPEG skrá sem innihélt viðtal við George Lucas, Joel Edgerton (Owen Lars), Bonnie Piesse (Beru Whitesun) og Anthony Daniels (C-3PO).

George Lucas fjallar í grófum dráttum um hvað við eigum eftir að sjá í Episode II, þá aðallega uppvaxtarár Anakin Skywalker og hvernig hann tekur til við að mótast sem ásamt sambandi hans við Padmé Amidala (Natalie Portman). Einnig talar hann um að Episode II gerist þegar “The Republic” er á niðurleið og veldi “The Empire” fer rísandi, Klónastríðin hefjast osfrv.

Joel Edgerton sem leikur Owen Lars er einnig í viðtali þar sem hann talar um hversu heillandi það sé að vera í hlutverki Owen Lars sem Phil Brown lék svo eftirminnilega 1977 í fyrstu myndinni Star Wars Episode IV: A New Hope. Hann talar um að bæði hann og Phil hafi rætt saman um ýmis atriði varðandi leikstíl og mikilvæg atriði sem þurfa að koma fram.

Bæði Joel og Bonnie er mjög ánægð með hlutverk sýn enda telur George Lucas það veigamikinn þátt að sýna fram á hvaða fólk þetta var 25 árum á undan þegar við kynntumst þeim í Star Wars myndinni sem sýnd var 1977.

Lítið er farið út í söguþráð Episode II, meira er fjallað um hversu sögulegt var að nota sviðsmynd sem hafði þegar verið til og skemmtilegar minningar að endurgera það sem notað var fyrir 24 árum síðan.

Anthony Daniels (C-3PO) fjallar einnig um að í sjálfum sér eru Star Wars myndirar sagðar í gegnum augu róbotanna og það er vesælt að sjá hversu róbótalíf C-3PO er aumkunarvert í gegnum öll þessi ár þar sem hann er vanmetinn hvívetna. Eitt sem Anthony ræðir um sem er svolítið skemmtilegt að við tökur á Episode I kemur í ljós að Anakin Skywalker/Darth Vader er faðir C-3PO og Anthony segir okkur að C-3PO mun aldrei komast að því þar sem það mun taka marga sálróbótalæknistíma í að fá C-3PO að hætta að segja “Oh God, Darth Vader is my father.”

Einnig er sýnt meira frá sögu C-3P0, afhverju hann er alltaf með silfurfót og einnig hvernig búningurinn er sem Anthony notar til að hreyfa hann.

Þessi 10:55 mínútna þáttur er athyglisverður og ef menn hafa áhuga get ég uplódað honum hingað á Huga og fólk sækir, þetta er hins vegar 120mb.