Fyrir ykkur sem eruð í öngum ykkar yfir að BTVS sé hætt og Dark Angel sé komið inn þá vil ég biðja ykkur ekki um að örvænta því að DA er heljarinnar syrpa sem hefur fengið góðar viðtökur hvaðanæva.

Þættirnir eru framleiddir af James Cameron og leikstýrt af Sarah Pia Anderson og Joe Ann Fogle.

Með aðalhlutverk í þáttunum fara Jessica Alba sem aðalpersónan Max Guevarra og cyberfréttamaðurinn Logan Cale/Eyes Only sem leikinn er af Michael Weatherly. Síðan eru nokkur comic relief og þau eru leikin af Alimi Ballard, Jennifer Blanc, J.C.MacKenzie og Valarie Rae Miller. Vondi kallinn Donald Lydecker er leikinn af John Savage.

Aðeins um þættina, Season Premiere þátturinn er leikstýrður af James Cameron sjálfum og er það eini þátturinn sem hann hefur leikstýrt hingað til, amk hef ég séð 17 þætti. Þessi Season Premiere þáttur er 90 mín að lengd og hörku spennandi. Síðan eru næstu þrír þættirnir algjör hörmung og spilið byrjar ekki fyrr en í 5 þætti þar sem aksjónið fer að láta sjá sig.

Ef þið lifið af fyrstu þrjá þættina eftir season premierið þá er þetta vel þess virði að horfa á en þessi þrír þættir sem ég er að tala um fókusera á þessi comic relief sem ég nefndi áðan og tel ég að þættirnir hefðu getað orðið miklu betri hefðu þeir sleppt þeim.

Ég ætla ekki að vera með neina spoilera þótt ég hefði gjarnan viljað þannig að ég bið ykkur um að njóta vel og við krossleggjum fingur og bíðum eftir Buffy aftur.

Ykkar
Dobermann (the man who know´s everything about TV-eps) :)
“Forget the Tribe, My Pants Have Spoken!”