Næstu ár verða forvitnileg því að kvikmyndaútfærsla Nýsjálendingsins Peter Jackson á snilldarverki J.R.R. Tolkien, Lord of The Rings gæti truflað episode 2 og jafnvel 3. Myndir Jacksons verða 3 (eins og bækurnar) og verður sú fyrsta frumsýnd um næstu jól, nr. 2 verður sýnd 2002 og sú síðasta 2003. Vissulega verður Episode 2 í S.W. seríunni ekki frumsýnd fyrr en sumarið 2002, en Jackson gæti truflað gagnrýnendur ef myndir hans reynast verða þær snilldarræmur sem væntingar standa til. Persónulega þykir mér það vænt um S.W. að ekkert fær truflað áhuga minn á þeim en ég bíð spenntur eftir Hobbitum. The Matrix eftir Wachowski-bræður tók tæknibrelluljómann af Episode 1, mun það einnig gerast með Matrix 2 og 3? Hver veit. Pressan á Lucas er gríðarleg.