Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
“Ekki má gleyma líka það að maðurinn var eltur af húsi sem var með heimilisfang sem fannst í einni af ósprungnu sprengjunum.” tihihihihi eltur af húsi tihihihi. En annars þá var hann eltur nokkra stund áður en hann fékk munnleg fyrirmæli um að stansa og þá hleypur hann….

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
ágætt að syngja vögguvísur og setja upp skilti þar sem bannað er að sprengja upp vegfarendur, það gæti alveg örugglega minnkað hryðjuverkaógnina!!

Re: Þrír stafir og ástarmók..

í Rómantík fyrir 18 árum, 9 mánuðum
en hvað ef manni er ekki ætlað að finna ástina?

Re: Sniper trick!

í Battlefield fyrir 18 árum, 9 mánuðum
það er erfitt að þrífast á að hlaupa á mines, maður eiginlega springur of mikið í loft upp til að geta þrifist…

Re: Flugmanna árátta! (Á ensku).

í Flug fyrir 18 árum, 9 mánuðum
meiriháttar penni og meiriháttar grein, tær snilld…

Re: Grandmaster Steven Seagal

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Guð minn almáttugur hann er þá þroskaheftur !!!

Re: Grandmaster Steven Seagal

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hann átti góðar myndir eins og Niko og Under siege, en í dag er hann því miður bara feitabolla með tagl, verulega sorglegur í myndinni “Into the Sun” sem er ekki einu sinni honum að kenna því þetta er verst klippta mynd sem ég hef á ævi minni séð. Ef þú værir alvöru fan vissiru að Steven er búinn að gefa út disk með tónlistinni sinni….

Re: Battlefield 2: Stjórnandi, Hópar og Mod's

í Battlefield fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Frábær grein, get ekki beðið eftir að byrja að spila

Re: Klíkuskapur? Nei.

í Söngvakeppnir fyrir 19 árum
btw það var Leoncie sem hannaði gallann.

Re: Höfnunartilfinning :S

í Rómantík fyrir 19 árum
Hann er ekki þess virði, það eru fleiri þarna úti og þú finnur vonandi þann rétta. Þetta er bara ekki hann. Ekki reyna að hanga á honum, reyndu frekar að komast að því hvað þú vilt (b.t.w. það er ekki hann). Lífið er ekki auðvelt og ekki dans á rósum og allt það, en það á ekki að velta sér upp úr því neikvæða og láta það stjórna sér. Þú ert ung og lífið allt er framundan. NJÓTTU ÞESS !!!!

Re: Geðveiki Örlaganna

í Smásögur fyrir 19 árum
thx ma

Re: Liverpool einfaldlega bestir(alavegna meðal tveggja bestu)

í Knattspyrna fyrir 19 árum
Hefurðu einhvern tímann heyrt dálítið sniðugt sem einhver snilingurinn sagði í den “Ekkert lið spilar betur en andstæðingurinn leyfir”. Chelsea langaði í úrslitaleikinn, en greinilega ekki jafn mikið og Liverpool. Ég dáist að Chelsea eftir veturinn, en þarna var liðið einfaldlega yfirspilað, þeir áttu ekkert svar við einni bestu vörn í heimi (fleimið eins og þið viljið). Það að geta ekki brotið þessa vörn á bak aftur sýnir hvað Liverpool getur þegar andinn kemur yfir þá, en drottinn minn...

Re: Ofnæmi fyrir grænmeti og ávöxtum, hvad getur mar gert?

í Heilsa fyrir 19 árum
hvítt kjöt og fiskur er fínt, þú átt ekki að hafa ofnæmi fyrir hrísgrjónum ef ég man rétt og þú mátt alveg prófa Tofu. Einnig geturu prufað þig áfram með grænmetistegundir til að komast að því hvað það er sem veldur ofnæminu og hvað er í lagi. Passa sig bara á að vera ekki að borða mikið af sykri og feitu kjöti.

Re: Roses are gray, voilets are gray i'm dead and colorblind

í Blizzard leikir fyrir 19 árum
Þetta er helvíti nett mynband, var þetta gert hérna á klakanum eða er þetta ættað utanlands frá ????

Re: Afkastaaukandi lyf og efni - II. Kreatín

í Heilsa fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þú ert of ungur til að vera að taka creatine, creatine er framleitt í líkamanum og neysla þess getur valdið því að líkaminn fer að framleiða minna af því til að mynda mótvægi við inntökuna. Slíkt gerist þó ekki fyrr en eftir 8-12 vikna inntöku. Áhrif á ungan íþróttamann eins og þig gætu þó orðið verri þar sem þú ert ennþá á vaxtarskeiði. Inntaka kreatíns, eins og það heitir á ástkæra ylhýra, ætti að takmarkast við byrjun undirbúningstímabils og keppnistímabil ef leikmaðurinn ræður við að...

Re: Enn sannar Atkins "afleiðan" sig sem aldrei fyrr !

í Heilsa fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég sagði líka að mestu leyti :) hveiti og kartöflur sammála en sykur er vandamálið, vegna þess hve hann er í miklum mæli í matvælum.

Re: Enn sannar Atkins "afleiðan" sig sem aldrei fyrr !

í Heilsa fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þetta er alveg rétt hjá þér að takmarka inntöku kolvetna og þá “ódýrra” kolvetna eins og þau heita, en það er að mestu leyti hvítur sykur. Hinsvegar þurfa þeir sem eru virkir, á kolvetnum að halda til þess að geta hlaðið vöðvana með glýkógeni, en hvítur sykur er samt nánast aldrei réttlætanlegur vegna þess hve hann eykur líkur á sykursýki og hefur slæm áhrif á blóðsykur. Atkins kúrinn í sinni hreinustu mynd er ekki sniðugur fyrir þá sem hreyfa sig og eru mjög virkir líkamlega, vegna þess hve...

Re: Inter - Milan

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þeir voru alls ekki verra liðið, verra liðið kemst ekki áfram, það eru spilaðir tveir leikir til að skera úr um hvort liðið er betra og Chelsea sýndi einfaldlega þann leik sem það þurfti að sýna. Þú ert fullur af fordómum og rugli og hefur ekki hundsvit á knattspyrnu, eða hefur að minnsta kosti ekki sýnt það í þessu svari þínu. Ég hugsa að þú þurfir að sýna einhverja sjálfstæðari skoðun en að éta eitthvað eftir einhverjum sem þú heldur að hafir gáfulega skoðun fram að færa. hvaða liði heldur...

Re: Er ég ekki til? 1. hluti

í Smásögur fyrir 19 árum, 1 mánuði
þetta er áhugavert, ekki hætta.

Re: Liverpool - Juventus.

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 1 mánuði
Lol jafnvel mamma gat lesið á textavarpinu að Liverpool vann leikinn 2-1 Fáráður :)

Re: Sá á kvölina sem á völina, en er valið vert kvalarinnar?

í Rómantík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég verð að segja að ef þið eruð sannir vinir þá er þetta ekki spurning. Kona getur aldrei eyðilagt sanna vináttu, hún getur reynt á þolið, en ekki eyðilagt hana. Konur koma og fara, en sannir vinir eru eilífir.

Re: Neitunin..part two.

í Rómantík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ekki spurning hún fílar þig, farðu bara að vinna í þessu ekki sitja bara með spurningarsvip á trýninu, VERA JÁKVÆÐUR !!!

Re: Hef ekki clue what to do :S

í Rómantík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Bjóddu henni í vídeó þar sem þið eruð bara tvö, gerðu bara einhvern thing sem fer ekki á milli mála að er date, en án þess að bjóða henni “formlega” á date, ef þú skilur. gl,gg & hf

Re: Hef ekki clue what to do :S

í Rómantík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hey spjallaðu við hana, sýndu smá áhuga en ekki of mikinn, hún er greinilega eitthvað að spá í þér, því að ef það væri ekki, af hverju væri hún að blocka þig á msn? Mér sýnist þetta bara vera klassísk afbrýðisemi. Bjóddu henni í bíó, bíddu svo í 3-4 daga og sjáðu svo til með hvað gerist.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok