Sæl.


Ég vill byrja á því að afsaka það að greinin kom ekki á réttum tíma. Ég var fenginn norður til Akureyrar yfir helgi, og var enganveginn nálægt tölvu yfir þann tíma.

Hér kemur þó síðasta greinin af þrem, sem fjallar um Battlefield 2 og hvað við megum búast við í þeim ágæta leik. Í þessari þriðju og síðustu grein mun ég fjalla um nýja stjórnandar kerfið í leiknum ásamt liðin, eða squads. Einnig tek ég fyrir Mod's sem hefur ávalt prýtt Battlefield seríurnar. En við skulum byrja á stjórnarkerfið.

Stjórnandi..

Eins og eflaust margir hafa tekið eftir, er Battlefield 2 demo-ið komið út. Margir hafa prufað sig í sæti stjórnanda, og hafa margar spurningar kviknað varðandi notkun þess. En áður en farið er út í tæknilegu hlið stjórnandans, skulum við fara í notagildi hanns.

Sem Stjórnandi, eða Commander, færðu stjórn á öllum hópum innan þíns liðs og getur skipað þeim fyrir á vígvellinum. Einnig færðu kort af vígvellinum sem þú getur notað til að veita hermönnum þínum hjálp, í formi upplýsingar eða birgða.

Commander er hermaður eins og hver annar maður á vígvellinum, það er hægt að drepa hann ef hann er ekki vel falinn og/eða óvarinn. Hvert lið fyrir sig verður að kjósa um að hafa mann á vígvellinum og minna um stjórn, eða fórna einum manni fyrir meiri stjórn.

Svo við förum út í tæknilegu hliðar stjórnandans, þá verðuru að biðja um að vera stjórnandi í upphafi hvers round. Server-inn velur svo hæfari stjórnanda samkvæmt score-i viðkomandi umsækjanda. Sá sem hefur staðið sig betur sem stjórnandi áður fyr, hefur meiri líkur á því að vera valinn aftur sem stjórnandi. Einnig, ef stjórnandinn er ekki að standa sig, er hægt að gera uppreisn gegn honum, og ef nógu margir samþykja verður sá stjórnandi valinn úr stjórn og nýr settur í staðinn.

Sem stjórnandi færðu kort af stríðsvellinum sem þú getur zoom-að inn svo að þú sjáir nákvæmlega hvað er að gerast á vígvellinum niðri. þar geturðu skipað hverjum hóp fyrir sig, með því að velja hóp og svo hvað viðkomandi hópur á að gera, og hvar. Einnig geturðu tjáð þig beint við viðkomandi hóp í gegnum Voice Over IP.

Ef hópum vantar svo stuðning, geturðu hjálpað þeim með 4 valkostum í stjórnanda glugganum. Birgðir í fallhlíf, sem gerir við farartæki, skaffar skotfærum og læknar hermenn. UAV, Unmanned Aerial Vehicle, er farartæki sem sýnir vinum hvar óvinurinn er innan ákveðins radíus, á kortinu. Þú getur svo sjálfur skoðað hvar óvinurinn er á öllu kortinu með scan, og getur þá látið hópa vita með því að tilkynna hvar óvinurinn í gegnum kortið eða í gegnum VOIP kerfið. Það síðasta er svo Artillery, eða stórskota árás, og getur það bjargað leiknum algjörlega í skrimum ef þú notar það rétt.

Það er þó best að hafa auga með tækjunum þínum, en hægt er að sprengja upp ákveðin tæki til að koma í veg fyrir að þú getur notað þau vopn á vígvellinum. Ef, tildæmis, eitthver myndi sprengja stórskota kannónuna mína, myndi ég ekki geta sent stórskota árás á óvininn, fyr en kannónan er komin í lag aftur. Stjórnandinn opnar alveg glænýja hlið að Battlefield seríunum með því að bæta við Real-Time Strategy inn í leikinn, og verður athyglisvert að sjá hvernig fólk á eftir að nota stjórnandann í framtíðinni.


Hópar..

Stjórnandinn verður að geta stjórnað eitthverju á vígvellinum, og vík ég mér þá að hópum, eða squads. Hópar eru samansettir úr allt að sex leikmönnum, sem geta tjáð sín á milli í gegnum VOIP. Í hverjum hópi er hópstjóri, eða squad leader, og getur hann skipað fyrir sínum hópi líkt og stjórnandinn gerir, og beðið stjórnandan um að senda birgðir niður til þeirra ásamt fleiru.

Í hópi verða allir hópliðsmenn grænir bæði á venjulega kortinu sem og á 3d kortinu. Þetta gerir það að verkum að það er auðveldara að finna hópliðsmenn sína. Hópar eru tilvalnir í það að verja staði eða sækja á staði, og verður gaman að sjá hvernig vígvöllurinn lýtur út eftir nokkra mánuði, en ég persónulega vonast til þess að hópar ná talsverðum vinsældum, hér á landi sem og annarstaðar í heiminum. Samstarf milli stjórnanda og hópa munu þó mest koma í ljós í clan-barráttum, eða scrim.

Einn af stærri þáttum hópana er það, að það er hægt að velja hópstjórann sem spawn punkt, og spawn-aru þá rétt hjá honum aftur. Ef hópstjórinn er inn í farartæki, spawnarðu inni í farartækinu með honum, svo lengi sem það er pláss. Þetta gerir það mikilvægt að reyna ná hópstjóranum fyrst til að fleiri óvinir spawn-i ekki í kringum hann aftur. því miður sé ég engar breytingar á hermanninum sjálfum þegar hann gerist hópstjóri, svo eins og er, þá er bara að giska á hver hópstjórinn er. Hinnsvegar er aldrei að vita hvað við komum til með að sjá í mod-um fyrir Battlefield 2, sem dregur mig að mod's.


Mod's..

Mod's, eða breytingar, hafa alltaf verið stór partur af Battlefield, vegna hversu auðvelt en öflugt það er að breyta leiknum. Eitt vinsælasta mod fyrir BF1942 myndi vera DesertCombat, en framleiðendurnir á því mod-i, TraumaStudio, var keypt af DICE, við framleiðslu BF2. Frá þeim komu margar hugmyndir fram sem við getum séð í BF2, svo sem einmitt Commander og Squad kerfið.

Battlefield 2 tekur mod með trompi, með nýrri vél og nýjum kóða. Þeir hafa sett in nýtt forritunar mál, kallað Python, sem sér um multiplayer modes. Hægt er að taka dæmi með demo-ið en það er búið að skoða python fælin sem heldur uppi conquest mode-inu og tókst eitthverjum snillingnum að taka út tíma takmörkinn á demo-inu með smá lagfæringu. Við megum, þessvegna, búast við mörgum mismunandi multiplayer mode's fyrir BF2, eitthvern tíman í framtíðini.

Mod-um er svo skipt niður í tvo hluta. Server Mods og Full Mods. Server mods eru mods sem aðeins server-inn þarf að notast við til að það breitist hjá öllum spilundum á þeim server. Sem dæmi er hægt að breyta hitni rifla, hvaða vopn hver class er með, hversu öflug sprenging sé af handsprengjum og svo framvegis.

Full mods er hinnsvegar eitthvað sem spilandinn, client, þarf að ná í til að nota. Full mods breytir útlitinu á leiknum með nýjum herum og farartækjum og svo framvegis. Jafnvel alveg nýtt tímabil svo sem Seinni Heimstyrðjöldin er hægt að troða in í Full mods. Í raunini er þetta eins og við í Battlefield samfélaginu þekkjum mod sem.

BF2 editor-inn kemur svo á netið eftir útgáfu Battlefields, en það er einmitt það tól sem DICE notaði til að hanna leikinn. Fyrir þá sem muna þá voru Mod Development Tools í BF1942 ekki mjög praktísk. Þú fékst smá byrjunar fæl til að velja hvaða forrit þú opnaðir til að breyta leiknum með, en í BF2 editor-inum hefurðu þetta allt í einu forriti. Það er mun auðveldara að búa til farartæki, breyta hreyfingum í kringum vopn, búa til ný borð ásamt því að BF2 bíður upp á svo margt fleira sem fyrverandi útgáfur gátu ekki. BF2 Editor-inn er mun auðeldari í notkun en battlecraft og MDT úr fyrri útgáfum af Battlefield svo við megum búast við því að sjá mod spretta upp nokkur fljótlega eftir útgáfudegi.

Það gladdi mig óstjórnlega mikið er ég heyrði þær gleðifréttir að Forgotten Hope, eitt stærsta og flottasta mod fyrir Battlefield 1942, mun færa sig yfir í BF2.


Ranked Server-ar..

BTnet mun halda uppi, svokölluðum, Ranked Server-um sem ég hef nefnt áður. Á þeim server-um verður hægt að hækka um tign í BF2 og opna fyrir ný vopn í hvert skipti sem maður hækkar um tign. Einnig verður hægt að skoða, á BFHQ í BF2, hvernig þér gengur með hinum og þessum vopnum, og hvort þú hefur eignast medalíur fyrir hversu vel þér hefur gengið á server-inum.

Ég mæli eindregið með því að fólk láti sjá sig á þessum serverum til að spila að alvöru, og er þá hægt að leika sér á öðrum server-um sem taka ekki niður score-ið þitt.

Einnig vill ég koma því að, að á GameZone verður hægt að líta yfir greinarnar ásam fleiri um hina og þessa leiki. Ég mun reyna skrifa reglulega um BF2 þar, þegar það koma

Nýir Patch-ar með nýju innihaldi. Einnig mun ég skrifa um Aukapakkana fyrir Battlefield 2, ef eitthvað verður úr þeim, ásamt mods ef það stendur vel á.

Ég þakka góðar undirtektir á greinunum, og vona að þær hafi komið að góðum notum.

Kveðja
[89th]Maj.FatJoe