Klíkuskapur? Nei. Halló halló.

Já, nú er hún Selma dottin út, því miður og margir Íslendingar sárir eða reiðir.
Það var náttúrulega búið að spá henni svakalega góðu gengi þarna í Kænugarði og svo kemst hún ekki upp úr undankeppninni.

Núna, á huga og bara í t.d. skólanum, heyrir maður raddir um að þetta sé klíkuskapur og samsæri í a-Evrópulöndunum.
Það er rugl, finnst mér.

Í fyrsta lagi …
Það eru náttúrulega flest löndin þarna, svona þétt hlið við hlið.
Þar sem það eru flest lögin þaðan þá eru náttúrulega meiri líkur á að fleiri lönd þaðan komist áfram.

Í öðru lagi …
Klíkuskapur? Nei
Eins og með Norðurlöndin, þá er fólkið í a-Evrópu með mjög svipaðan tónlistarsmekk.
Mörg lögin sem komu þaðan núna voru svipuð.
Noregur og Danmörk komust áfram, og ég held að flest atkvæðin þeirra hafi komið frá þeim og Íslandi. Þeir krakkar sem ég þekki í Noregi segjast hafa kosið Ísland og margir Rúmeníu eða Ungverjaland líka. Ekki liggur Noregur við þau lönd ;)

Auðvitað erum við sár/reið og viljum kenna einhverjum um, en fólk hefur mismunandi skoðanir á lögum.
Klíkuskapur og samsæri kemur þessu ekkert við.
Það er nú ekk eins og þau hringi á milli landa … “Hey ef þið kjósið okkur, þá kjósum við ykkur!”
—-

Að keppninni, þá fannst mér Selma og stelpurnar standa sig mjög vel, þó að bakraddirnar hefðu alveg geta verið betri.
Atriðið var flott og þær komu þessu vel frá sér. Þær gerðu sitt besta og geta ekki gert betur.

Takk fyrir mig.