Í fyrra náði ég góðum árangri með hjálp lífsstíls sem er að hluta til að þakka Atkins “kúrnum” (þessvegna segi ég “afleiða”) en ég vil ekki segja að ég hafi verið á Atkins af því að það hafa verið svo mikilir fordómar eða misskylningur varðandi “prinsippin”. Og svo komu fram fullyrðingar um að þetta próteinríka fæði væri svo hættulegt og fólk dytti niður dautt eða í besta falli yrði heiladautt ef það hakkaði ekki í sig venjulegt ískenskt “overdose” af kolvetnum. Ef þið vitið ekki hvað kolvetni er þá er það fullt af þeim í; Öllum sykruðum mat (t.d. Cheerios) og líka í öllu hveiti, t.d. pizzum og pasta og öllu brauði og sérstaklega í kökum. Það er þetta sem fitar fyrst og fremst(ef þeim er ekki brennt fljótlega á eftir) miklu frekar en ýmsar fitur. Af hverju haldið þið t.d. að Kanarnir haldi áfram að fitna þrátt fyrir að allt sé að verða fitusnautt(99% fat free !) hjá þeim ? Jú, það eru nefnilega ódýru kolvetnin sem eru uppistaðann í ruslmatnum þeirra ! (Frönskurnar eru líka slæmar, kolvetni+fita)

Ég var að fá staðfestingu á því í dag að þessi lífstíll minn (inniheldur rækt 4 sinnum i viku) getur ekki verið mjög hættulegur. Fékk toppeinkun í blóðþrýstingi, hjartatengdu og sprengdi skalann í Góðu kólestróli. En þar sem ég hef slakað á undanfarið (leyft mér súkkulaði og flögur stundum) hef ég bætt á mig 2 kílóum sem þurfa að fara, passar ágætlega þar sem fljótlega verður orðið nógu gott veður til að rölta á Esjuna nokkru sinnum í viku.