Vildi bara láta ykkur vita að nú er ljóst að Liverpool er meðal tvegja bestu liðana í Evrópu. Þeir voru að klára Chelsea 1-0 og keppa líklega til úrslita við Milan.
Við Liverpool menn erum sko ekkert að eltast við einhverjar míni dollur eins og að vinna Ensku deildina eða bikarinn. Við eigum 18 svoleiðis, að sjálfsögðu dugar ekkert annað en meistaradeildinn fyrir lið eins og Liverpool(og deildarbikarinn stundum því að hann fæst gefis).
Við eigum reyndar 4 svoleiðis bikara en það er pláss í bikarskápnum stóra fyrir einn í viðbót áður en við flytjum frá anfield(þar ætlum við að byggja stærri skáp).
Ég veit ég veit við fórum frekar lét í gegnum þessa keppni (leverkusen,Juventus og Chelsea) en vonandi mun Milan veita okkur smá keppni.
Bæði Arsenal og Man utd eru búnir að setja stefnuna á þennan bikar undanfarinn ár(Man utd vann þennan bikar 1999) með sín stjörnulið. En nú erum við komnir í úrslitt um stærstabikarinn sem til er hjá Evrópskum félagsliðum og ætlka ég að njóta þess svo um munar(og reyna að nudda þetta pínu í stuðningsmenn Arsenal og Man utd, enda maður búinn að fá nokkur skot á sig í gegnum tíðina).
Áfram LIVERPOOL
p.s ef einhverjir ætla að segja að Man utd, Arsenal og Chelsea séu betri en liverpool þá má eflaust færa rök fyrir því, en mín rök eru sú að við erum komnir lengra en öll þessi lið í stærstu keppninni og höfum sleggið út Juventus og Chelsea ekki í einhverjum heppnisleikjum heldur í keppni þar sem þú þarft að spila tvo leiki við hvert lið.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt