Framtíðin ætti að vera svona: Íslandi er breytt í eitt allsherjarhlutafélag með þegna landsins sem hlutafjáreigendur. Ríkisstjórninni er slegið af, stjórnmálaflokkar aflagðir og Stofnuð Stjórn með aðilum völdum eftir verðleika og atorku en ekki frændsemi og pólitískum lit. Forsetisráðherra yrði Forstjóri. Allir landsmenn fá sama grunnarð sem eigendur fyrirtækisins en svo auka arð eftir mikilvægi starfs í þjóðfélaginu. Læknir fengi meira en strætóbílstjóri osfrv. Allar ákvarðanir er tengdust almannahag, viðskiptum og utanríkistengslum yrðu settar í rafræna atkvæðagreiðslu sem fólk gæti tekið þátt í heiman frá sér með sér til þess gerðum græjum. Bæjarfélög yrðu enn til, en sem deildir innan fyrirtækisins. Svo væri hægt að halda deildarfundi nokkrum sinnum á ári. Laun, ellilaun og fleira yrði ætíð miðað við kaupmátt og ríflega það. Skattar yrðu áfram lagðir og miðaðir við tekjur eingöngu.


Ég vil taka það fram að þessi grein er ætluð sem skemmtiefni og grín frekar en raunveruleg framtíðarsýn… En margt þarna væri ekki svo vitlaust, finnið það út sjálf :))

Zorglú
—–