1.

Klukkan á veggnum
slær eitt, tvö, þrjú
hjartaslög
sem bergmála í herberginu
og í huga mér.
Loftið samlagast sjóndeildarhring
er markast af fjallsveggjum fjórum
sem umlykja.
Öldurnar bylgjast í gluggatjöldunum
og brotna hverjar á eftir annari
á veggjunum
sem skipta litum í flöktandi birtunni.
Birtan síðan dofnar og deyr
er ég slekk á sólinni og deginum.
Slær hjarta mitt eitt, tvö, þrjú
klukknaslög
sem bergmála í huga mér
og í herberginu.


—-
2.

Augu mín leita eftir
rökkvuðu ljósinu á veggnum
og að klukkunni
sem vísum sínum
dregur mig á asnaeyrunum
hring eftir hring
um tíma sem líður ekki áfram
heldur stendur bara þarna
og horfir hálf glottandi á mig
með kortér í tvö svipnum sínum
slær mínúturnar hátt og hvellt
til að núna mér því um nasir
að nóttin eigi eftir að verða hræðileg og löng.
Ég reyndi ítrekað að drepa tímann
en hann sleppur síknt og heilagt
úr þreyttum örmum mínum
og kemst úr dvínandi augnsýn.
Nóttin bíður þarna úti
einhverstaðar, allstaðar
og mun ekkert enda í bráð
nema mínúturnar hlaupi aðeins hraðar
og þetta hnattlíkan snúist aðeins hraðar.
Kortér yfir 2
3 klukkutímar hafa liðið,
helvítis klukkan á veggnum er bara að ljúga!
—–