Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Pönk og pönk... (36 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hér ætla ég aðeins að minnast á þann mikla misskilning sem í gangi varðandi pönk. Það virðast allir halda að pönk sé einhver ein sérstök tónlistarstefna; sú tegund tónlistar sem margir “pönkarar” hafa spilað gegnum tíðina. Má þar nefna The Clash, Dead Kennedys og fleiri hljómsveitir. Nú er Blink 182 sögð spila “pönk”. Eða eiga að hafa gert það á yngri árum. En þetta er bara ekki rétt. Pönk er ekki einhver ein tónlistarstefna heldur þýðir pönk bara það að vera akkúrat öfugt við hið vinsæla....

Fall Bandaríkjanna? (58 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Við vitum öll að sagan endurtekur sig í sífellu. Um daginn fór ég að hugsa aðeins út í það og sá að Rómarveldi (fyrir skiptingu) er alls ekki ólíkt veldi Bandaríkjanna í dag. Bæði eru heimsveldin, stjórna nánast öllum heiminum Bæði ríkin hafa stéttaskiptingu, auðmenn og almúgann eða patrísea og plebeia. Bæði ríkin hafa blóðþyrstan almenning og fá fýsnum sínum svalað, hringleikahús og skylmingaþrælabardagar í Róm, sjónvarpsþættir og ýmislegt annað í Bandaríkjunum. - Endilega horfið á Series...

Kommúnismi (131 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hvers vegna í ósköpunum er “kommúnisti” orðið að niðrandi ummæli um fólk í dag? Að kalla einhvern kommúnista virðist jafnast á við að kalla hinn sama hálfvita eða eitthvað verra. Ég meina, mér er nokk sama þar sem ég tel mig sem kommúnista/sósíalista og ef einhver kallar mig kommúnista þá finnst mér það álíka móðgandi og að vera kallaður “maður”. En afhverju er þetta svona? Ég ætla að biðja ykkur hér og nú að útskýra fyrir mér afhverju kommúnismi er svona hræðilegur en vinsamlegast notið...

Giovanni Ribisi (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hér ætla ég aðeins aðeins að skrifa um einn uppáhaldsleikarann minn. Hann heitir Giavoanni Ribisi. Margir kannast kannski við hann sem Frank, bróðir Phoebe í Friends. Þar fannst mér hann nokkuð góður en tók samt ekki beint mikið eftir honum sem leikara fyrr en ég sá hina frábæru mynd Boiler Room sem fjallar um verðbréfabrask í Bandaríkjunum. Þar fannst mér hann ótrúlega kúl og varð hann þá einn af mínum uppáhaldsleikurum. Síðan hef ég ekki mikið séð til hans en núna í kvöld sit ég fyrir...

Hitler og helförin... (28 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég sendi inn grein á Deigluna um þetta efni fyrir löngu, hún var samþykkt en svo tekin út skömmu seinna án þess að gefa mér ástæðu eða láta mig vita á nokkurn hátt. Nú ætla ég að prófa að skrifa aðra grein og vona að Sagnfræði sé aðeins meira líberal en Deiglan. En allavega…… Það er mín skoðun að Hitler hafi ekki verið geðveikur eins og margir vilja meina. Ég er alls ekki stuðningsmaður hans né FÍÞ hálfvitanna né nasista né rasista eða neitt þannig. Vil byrja á því að taka það fram. En ég...

sóló með Zelcion (20 álit)

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þar sem að þetta áhugamál er ekki það mest lifandi í heimi langar mig bara að segja ykkur hvað ég er að gera þessa stundina í Baldur's Gate 2 en mér finnst það nefnilega nokkuð merkilegt. Ég er mage, necromancer to be exact, og stattarnir mínir eru: 16, 18, 17, 18, 18 og 3 í charisma en ég boosta það upp í 18 með því að nota ring of human influence sem maður fær í circus tentinu rétt hjá útganginum frá Irenicus' dungeon. Ég gerði mér grein fyrir því að til þess að geta haft þessa statta...

Ólafsvík... (4 álit)

í Tilveran fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Komiði sæl, ég er Rottan og ætla mér að skrifa greinar á Webbinn svona við og við. Það fyrsta sem ég ætla að tala um er hvað ég hata lítil bæjarsamfélög. Tökum sem dæmi Ólafsvík. Ég var einmitt dreginn þangað nauðugur um daginn til að keppa í þeirra göfugu íþrótt er körfubolti nefnist. Að fara frá Akureyri til Ólafsvíkur er ekkert grín. Ólafsvík er einhversstaðar á bak við Snæfellsjökul, og eftir því sem ég best veit er hann staðsettur úti í rassgati. Á meðan ferðinni stóð fór ég að velta...

Eject takkinn... (23 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Núna fyrir um það bil 10 sekúndum sat ég uppí rúminu mínu og datt ekki rassgat í hug sem ég gæti skrifað um. Síðan varð mér litið á fjarstýringuna að forlátu Pioneer græjunum mínum og fór að velta einu fyrir mér: “Til hvers í andskotanum er “eject” takki á fjarstýringum?!” Þetta meikar bara alls ekkert sens. Ég meina, fjarstýring er tæki sem var fundið upp til að geta stýrt hinum ýmsu hlutum úr fjarlægð. Það gerir ekkert gagn að geta ejectað disknum úr græjunum því að þú þarft hvort sem er...

Haribo lakkrísinn (12 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hvaða hálfviti hjá Haribo ákvað að það skyldi vera settur vondur lakkrís í hálfs og eins kílóa dollurnar af Haribo góðgætinu? Ég geri mér stundum dagamun, og fjárfesti í svona dollu, og hef bara gaman af. Fyrir utan eitt: ekki nóg með það að lakkrísinn, sem er kannski 10-15% af innihaldinu, bragðist eins og hann hafi komið beint úr rassgatinu á Satan sjálfum heldur mengar hann hitt nammið líka! Það er alltaf þessi ógeðslega lakkríslykt af hinu namminu. Ekki misskilja mig og halda að ég sé...

Að skipta um símafyrirtæki... (12 álit)

í Farsímar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég var að komast að einu skemmtilegu um daginn. Þannig er mál með vexti að ég er með TAL símanúmer, finnst það vera mjööög gott númer og vil alls ekki skipta um það. Hins vegar er ég ekki alltaf of ánægður með kjörin hjá TAL en hef alltaf sætt mig við það því að ég hélt að maður þyrfti að skipta um númer ef maður vildi skipta um fyrirtæki. Að vísu er það þannig ennþá vegna þess að lögin eru mjög heimskuleg og eru þannig að “ef að kerfi fyrirtækisins ræður við að hafa öðruvísi númer en eru...

trúin já.... (20 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég fór að pæla um daginn í mannanafnanefnd og því bulli. Fólki er treyst fyrir lífi barna sinni og að þau ali þau upp á mannsæmandi hátt en þeim er ekki treyst til þess að velja nafn á barnið sjálft! Hverskonar bull er það? Þá fór ég að pæla í nöfnunum sem er bannað að skíra börn sín. Nöfn eins og Satanía og Lúsífer komu upp í huga minn. Ég er ekki að segja að ég myndi skíra börn mín þetta en tengjast þessi nöfn ekki einhverjum slæmum persónum í einum sérstökum trúarbrögðum? Trúarbrögðum sem...

Trú (18 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Trú. Manneskjan hefur alltaf haft þörf fyrir að trúa á eitthvað æðra afl til að hún þurfi ekki að axla allt á herðum sér. Miklu þæginlegra að hugsa að það sé guð þarna uppi og þar sé allt gott. Ég geri mér grein fyrir þessu og hef bara alls ekkert á móti hverskyns trú. Hinsvegar hef ég mikið á móti því þegar trúin er hætt að vera boðuð til fólks og í staðinn þröngvað upp á það. Einnig hef ég mikið á móti því að trú sé á nokkurn hátt tengd lögum landsins. Trú er hverjum frjálst að iðka eins...

Gamla rokkið vs. nýja (0 álit)

í Hugi fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Komiði nú öll sæl og blessuð. Hér ætla ég að lýsa yfir óánægju minni með rokktónlist í dag. Ég meina, berum saman gamla rokkið og það nýja: Í því gamla, eins og t.d. með (gömlu) Metallicu, Iron Maiden, AC/DC, Guns n' Roses o. fl. þá voru lögin með virkilega flottum og meðalflóknum riffum, góðu viðlagi og öllu því og síðan kom virkilega flott sóló (í flestum tilvikum virkilega gott). Ég hlusta slatta á útvarp og þá einungis Radio X og ég man ekki eftir að hafa heyrt eitt einasta sóló í neinu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok