Kommúnismi Hvers vegna í ósköpunum er “kommúnisti” orðið að niðrandi ummæli um fólk í dag? Að kalla einhvern kommúnista virðist jafnast á við að kalla hinn sama hálfvita eða eitthvað verra.
Ég meina, mér er nokk sama þar sem ég tel mig sem kommúnista/sósíalista og ef einhver kallar mig kommúnista þá finnst mér það álíka móðgandi og að vera kallaður “maður”.
En afhverju er þetta svona? Ég ætla að biðja ykkur hér og nú að útskýra fyrir mér afhverju kommúnismi er svona hræðilegur en vinsamlegast notið önnur rök en “Bandaríkjamenn sögðu það”, “Þetta mun aldrei virka” og þannig…
Ég meina, þetta er skoðun. Stjórnmálaskoðun. Skoðun getur ekki á nokkurn hátt verið “vond” eða “röng”, nema aðeins í augum þess sem kallar hana það.
Þið sem hafið staðið ykkur að því að segja “Já þú ert nú bara helítis kommi” eða álíka frasa, segið mér af hverju þetta er orðið að fúkyrði.

Zedlic