Ég fór að pæla um daginn í mannanafnanefnd og því bulli. Fólki er treyst fyrir lífi barna sinni og að þau ali þau upp á mannsæmandi hátt en þeim er ekki treyst til þess að velja nafn á barnið sjálft! Hverskonar bull er það?
Þá fór ég að pæla í nöfnunum sem er bannað að skíra börn sín. Nöfn eins og Satanía og Lúsífer komu upp í huga minn. Ég er ekki að segja að ég myndi skíra börn mín þetta en tengjast þessi nöfn ekki einhverjum slæmum persónum í einum sérstökum trúarbrögðum?
Trúarbrögðum sem maður er by the way FÆDDUR inní!
Er það trúfrelsi? Ég spyr.

Ég meina, ef að nafnið á “hinu illa” í múslimatrú væri Ólafur eða bara eitthvað þá er ekki séns á að það væri bannað. Allavega tel ég það. Ég er orðinn þreyttur á þessu og þegar ég les viðtal við einhvern prest eða eithvað sem vill láta BANNA samkynhneigð eða eitthvað sem hann vill útafþví að það er í hans trú verð ég virkilega reiður. Hvernig getur fólk verið svo ótrúlega heimskt að láta sér detta það í hug að banna eitthvað sem tengist trú þeirra?! Er tilgangurinn með trú ekki að trúa á það sem þú vilt og að maður hafi fullt frelsi til þess?

Ég ætla að ljúka þessari grein með fleygri setningu sem ég hef fyrir sið að skrifa á peningaseðla :) góð leið til að miðla til fjöldans…

“Trú er ekkert nema verkfæri fundið upp af manninum í þeim tilgangi að geta haft stjórn á mannfjöldanum”

(á að sjálfsögðu ekki við um alla trú og þessu er sérstaklega beint að kirkjunni)