Komiði nú öll sæl og blessuð. Hér ætla ég að lýsa yfir óánægju minni með rokktónlist í dag. Ég meina, berum saman gamla rokkið og það nýja: Í því gamla, eins og t.d. með (gömlu) Metallicu, Iron Maiden, AC/DC, Guns n' Roses o. fl. þá voru lögin með virkilega flottum og meðalflóknum riffum, góðu viðlagi og öllu því og síðan kom virkilega flott sóló (í flestum tilvikum virkilega gott).
Ég hlusta slatta á útvarp og þá einungis Radio X og ég man ekki eftir að hafa heyrt eitt einasta sóló í neinu lagi þar, nema kannski um flashback-helgi.
Er ástæðan einfaldlega að tónlistarmenn í dag hafa ekki nógu gott vald á hljóðfærunum sínum og hafa einfaldlega ekki nógu mikla hæfileika til að spila jafn vel og þeir gömlu? Eða býr eitthvað meira að baki?
Persónulega finnst mér Metallica, Iron Maiden, Guns n' Roses, Nirvana, o.s.frv. á móti Korn, Limp Bizkit, Blink 182 og Three doors down o.s.frv. ekki nógu góð skipti…….
Ekki samt misskilja mig, ég er ekki að segja að tónlistin í dag sé ömurleg og léleg, ég er bara að segja að mér finnst tónlistin alltaf vera einfaldari og einfaldari……..