Sko ég er búinn að lesa eitthvað af þessum þræði en ég nenni ekki að blanda mér neitt svakalega mikið í umræðuna. Ég vil bara koma með eina spurningu til þín, frjals: Þú segir að bílar og sígarettur séu jafn mikilvægir hlutir og báðir drepa, það er augljóst. En segðu mér nú frjals, hversu mörgum lífum hafa sígarettur bjargað? Því að það er augljóst að bílar hafa bjargað mörgum, s.s. sjúkrabílar… Svaraðu þessu nú… Zedlic