Þessi orð öðluðust dýpri merkingu í hugum mannfólks eftir frönskubyltinguna. En hvernig er þetta núna í dag hundruðum ára eftir þessa fyrstu byltingu sem að þrýsti á breytingar.

Frelsi

Þetta er orðið sem fær okkur mannfólkið til að færa hvað flestar fórnir. Við höfum í gegnum aldirnar þurft að berjast fyrir því að hafa frelsi. En til hvers hefur þetta svokallaða frelsi leitt okkur?

Við viljum hafa frelsi til að tjá skoðanir okkar, frelsi til að velja milli hluta, frelsi til að ráða framtíð okkar og frelsið viljum við hafa því það gerir okkur að einstaklingum. En í stað þess að hafa algjört frelsi til að velja, er nú dag hvern troðið upp á okkur skoðunum og staðreyndum um hvað sé rétt og hvað sé eðlilegt. Allstaðar í kringum okkur er verið að sýna okkur ímyndaðan heim þar sem allt gerist eftir óskum og lífið heldur ávallt áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við segjum öll að við séum nú ekki eins og efnishyggjupúkar sem falla fyrir gylliboðum um auðveldara líf með nýjum magaþjálfa-fótanudds-allir-þurfa-að-eignast-það-tækjum. En ef við lítum í eiginbarm, að hverju komust við? Þeir hafa okkur að fífli, dag eftir dag, alltaf þykir okkur sem heimurinn muni farast ef við gerum ekki eins og heildin. Eða öllu heldur, ef við gerum ekki eins og auglýsingarnar segja að heildin geri.
Heimili þeirra hugrökku og land þetta frjálsu, þetta hljómar ekki illa. Og ekki hljómar það verr þegar að leiðtogi landsins segist berjast fyrir frelsinu. En líður okkur eitthvað betur ef það er barist gegn frelsinu með því að troða á frelsi annarra? Og annað þykir mér einnig einkar undarlegt, að land sem að kennir sig við það að vera frjálst og algerlega opið skuli hafa takmarka aðgang almennings í landinu að myndefni frá vígstöðvum í Mið-Austurlöndum og ritskoða það sem að birtist í fjölmiðlunum til að vernda það frá því þegar að annað fólk berst fyrir sínu frelsi.
Frelsi er orð sem ekki má misnota, því það sem að til dæmis okkur þykir vera frelsi eins og að geta valið hvort Pepsí eða Kók sé að drekka með matnum, er fyrir öðrum smámunir þar sem það berst fyrir því að lifa “eðlilegu lífi”.

Jafnrétti

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafnréttar í hvívetna.

Já, svona á þetta að vera, en er það svo? Þú þarf ekki nema að horfa á einn fréttatíma í sjónvarpi til að komast að því að þetta er ekki svona. Um allan heim reynir fólk að fá rétti sínum fullnægt en það virðist vera nánast ógerningur að fólk geti litið á alla í kringum sig sem jafningja. Jafnvel á okkar farsæla fróni er það daglegt brauð fólk er mismunað eftir því hvort það er karl eða kona, svart eða föl-bleikt, nú eða hvort það hefur meira gaman af því að kyssa fólk af sama kyni en því gagnstæða.
Við tölum líka oft um það að nú sé breytinga þörf en engu að síður gerist ekkert. Sama hversu mikið við hugsum um þessi mál þá verðum við að viðurkenna að hugsunin skila engu til þeirra sem á er troðið. En ef við öll virðum mannréttindi samborgara okkar verður ávinningurinn mikil og á endanum verður jafnrétti allra ef til vill staðreynd.

Bræðralag

Síðasti hlekkurinn í keðjunni er bræðralag með því að viðurkenna rétt allra í kringum þig og tryggja frelsi þeirra til að tjá sig óhindrað ertu gengin öllum mönnum í bræðralag og aðeins með bræðralagi verður frelsinu bjargað. Frelsi og jafnrétti fólks er ekki hlutur sem hægt er að breyta með eldi og stáli. Þú pínir engan til að vera vinur þinn en þú getur beðið hann kurteislega um það og þá gengur þér töluvert betur.
Óvinir geta svo auðveldlega náð saman án þess að þurfa að berjast fyrir því og frelsið getur sigrað án þess að blóð þurfi að drjúpa af stáli. Með notkun þessara þriggja orða á réttan hátt er einfalt mál að komast alla leið að fullkomnum heimi, þar sem frelsi, jafnrétti og bræðralag ræður ríkjum.

Lifið heil og frjáls
LárusH