Allir hafa gaman að fara í bíó og ég geri mikið af því. Minnisstæð ein bíóferð sem ég fór svo allir fatti hvað ég er að tala um. Ég mætti tímanlega(sem ég geri alltaf) til að versla miða, popp og kók(ómissandi)og síðan fer ég inn í salinn. Finn sæti og hlamma mér niður. Slekk á hljóðinu á símanum. Salurinn fyllist og ljósin dofna en fær maður að slappa þá af, NEI. Þá eru nokkrir sem koma of seint og þá þarf maður að standa upp einu sinni eða tvisvar. Á meðan missti ég af byrjuninni. Loksins þegar allir voru sestir náði maður að horfa eitthvað á myndina. Næst hringja símar 2 ef ekki 3 með hringingu í hæðsta styrk, unglingsstelpur og einhverjir strákar byrja að kjafta(óþolandi). Svo kom hlé og öll strollann hleypur annaðhvort út að reykja eða í sjoppuna. Það er allt í lagi með það en maður truflast við að hleypa fólki framhjá sem mæta of seint. TAKA TILLIT TIL ÞEIRRA SEM VILJA NJÓTA BÍÓFERÐAR Í NÆÐI.