SIGNS
Leikstjóri/Handritshöfundur:M. Night Shyamalan

Aðalhlutverk:Mel Gibson, Joaquin Phoenix, Rory Culkin og Abigail Breslin

Tagline:It's Not Like They Didn't Warn Us
Þema:Thriller/Vísindaskáldskapur
Lengd:106 mín.

Jæja ég er í engum vafa um að þetta sé besta mynd sem frumsýnd er á þessu ári hingað til og voru nokkrir félagar mínir á sama máli.
Jæja sagan er í stuttu máli um fyrrverandi prest, Graham hess (Mel Gibson) og fjölskyldu hans sem búa á bóndabæ og verða var við undarlega atburði eftir að uppskeruhringir(Crop Circles)fara að myndast á ökrunum þeirra.
M. Night Shyamalan er listamaður jafnt með pennan og myndavélina og hér hefur honum tekist að skapa magnþrungna mynd sem virkilega tekur á taugarnar og mjög áhugaverðar persónur sem allar eru leiknar mjög vel og á Abigail Breslin sem leikur Bo Hess af alveg einstakri snilld þrátt fyrir mjög ungan aldur og sýna reyndar allir leikararnir frábæra frammistöðu.
Handritið er alveg skothelt og þar má Shyamalan vera stoltur, athyglisverð samtöl og þar að auki er myndin alveg bráðfyndin á köflum þótt hún eigi ekki að vera það og þar fer Joaquin Phoenix alveg á kostum en hann á sýnar alvarlegu hliðar og stendur hann sig þar með prýði.
Myndin er mjög “Scary” og einnig er mikil dulúð yfir myndinni og heldur hún spennuni alveg frá byrjun fram að enda, eitt er víst, M. Night Shyamalan er kominn til að til að vera í Hollywood og er hann einn af þeim fáu sem að halda áfram að framleiða gæðamyndir, þessi maður afbragðs leikstjóri, með betri handritshöfundum sem ég veit um og hann kann sko að velja í hlutverk og nægir þá að líta á Abigail Breslin sem að er senuþjófurinn í þessari mynd.

****1/2 af *****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.