Ég ætla bara að mótmæla því að Scholes sé heimsklassa leikmaður. Augljóslega er það persónuleg skoðun, en þannig er það nú bara. En mér dettur enginn annar í hug sem er í hreinum heimsklassa nema mögulega Shearer, þó hann búi ekki yfir “fótboltafegurð” þá skilar hann ALLTAF sínu og myndi labba inní flest lið. Gary Neville, jah ég ætla ekkert að segja mína skoðun á honum og Ashley Cole má vel vera góður varnarmaður, en eins og England spilar, þá er alltof mikil pressa á honum varnarlega...