Úff, sælir, hugarar…

Þið eruð huguð að gera skrifað hérna eins og ekkert sé. Það tók mig dálítið langan tíma, en ég veit bara ekki hvert ég get leitað. Er hræddur um að rústa lífi margra ef það fréttist hver ég er, og hvernig staðan er. En ég held að hugurinn minn sé ekki í ástandi til að geta tekið rétta ákvörðun þessa dagana.

Jæja, fyrir 2 árum síðan var ég í sambandi við stelpu, allt gekk mjög vel þangað til ég vildi losna frá henni. Hún var ekki alveg sammála þessari ákvörðun minni (eins og gefur að skilja). Og höfum við ekki talað saman síðan þá. Stuttu eftir það byrjaði ég í öðru sambandi, sem ég er í enn þann daginn í dag. Hún gerði það líka, og er hún líka í því sambandi í dag. Nema það að fyrir nokkrum vikum síðan rakast ég á mína fyrrverandi og ræddum við okkar mál út, og höfum við eftir það verið í dálitlu sambandi. Það sem verra er að svona smátt og smátt eru að rifjast upp góðar minningar síðan á þeim tíma þegar við vorum saman. Sem sagt… ég er að falla í ljónagryfjuna aftur. Þ.e.a.s. er að milli steins og sleggju, og það sem verra er, ég held að það sé gagnkvæmt frá minni fyrrverandi líka. Og til að flækja þetta enn þá meira að þá höfum við kærasta mín vitaskuld komið okkur vel fyrir á þessum tíma, keypt íbúð og bíl sem dæmi. Og mín fyrrverandi og hennar líka.

Það sem ég er skít hræddur við að er það að fórna öllu sem ég hef í dag fyrir mína fyrrverandi og kannski klikkar allt hjá okkur aftur. Ég veit ekki hvort það sé áhættunnar virði. Þetta er frábær stelpa og allt það…. og ef ég á alveg að segja eins og er þá veit ég eiginlega ekki af hverju ég hætti með henni. Langaði bara að slíta þessu á þeim tíma.


Ég veit að þetta er eitthvað sem ég þarf á endanum að gera upp i mínu hjarta. En mig langar samt endilega að fá álit frá eittverjum sem hafi verið í svipaðri aðstöðu, og hvað þeyr gerðu í henni.


Jæja, nóg blaður í bili