enskir stjórar og óskarar Kynslóðaskipti hjá framkvæmdastjórum?
Nokkrir komnir á aldur, aðrir ungir en eru einhverjir enskir? Maður bara spyr.
Nokkrir hafa verið að ná árangri, allavega þokkalegum og eru mjög virtir í bransanum.
Má nefna Sam Allardyce hjá Bolton og Steve McClaren hjá Middlesbrough.
Þessir kallar eru eitthvað að nálgast fimmtugt, held ég, en málið er að þeir eru ekkert enskir. McClaren er skoskur og ég held bara Allardyce líka, hann er allavega ekki Englendingur.
Svo eru það “ungir” kallar eins og David O´Leary – Íri - sem er að koma Aston Villa á beinu brautina og auðvitað Chris Coleman hjá Fulham (er hann kannski enskur)!! en nokkrir eru undir smásjá stóru liðanna, gæjar í kringum fertugt sem hafa verið að gera góða hluti. Sérstaklega er tekið eftir þeim sem gera það gott með engan pening (Guðjón – næstum því ).
Má nefna Paul Jewell sem nú hefur komið Wigan Athletic upp að toppi fyrstu deildar. Hann hefur á að skipa fámennum hóp en hefur þó möguleika á að kaupa menn því peningar eru aldrei þessu vant ekki vandamálið þar á bæ.
Áður tók hann Bradford City upp í úrvalsdeildina og hélt þeim þar eitt tímabil, öllum að óvörum. Hann er aðeins 39 ára.
Svo er það Alan Pardew hjá West Ham. Gerði ágæta hluti með Reading og lenti í bölvuðu veseni með að losna þaðan til að komast til West Ham eftir að Roeder kallinn fór með skít og skömm. West Ham missti nú helvítis slatta þegar þeir hröpuðu niður – með einhver 42-3 stig – en hann er að byggja liðið upp. 42 ára, kallinn.
Hinn 39 ára Dave Penney hjá Doncaster þykir sleipur sem og Leroy Rosenior sem er einn af örfáum þeldökku framkvæmdastjórunum. Hann ætlar sér að koma Torquay United upp í aðra deild, þar sem þeir hafa ekki verið í langan, langan tíma. Hann hefur tekið hvert þjálfaranámskeiðið á fætur öðru, þessi fyrrum senter hjá West Ham og hefur held ég orðið leyfi til að vera með lið í úrvalsdeildinni. Með núll krónur í buddunni náði hann næstum umspilinu í fyrra og gengur enn betur nú þannig að einhverjir eru á útkíkkinu.

En fyrst ég var að minnast á stóra Sam Allardyce þá sá ég mynd af honum ásamt Bolton liðinu sem vann aðra deildina árið 1978 í The Sunday Times um daginn. Flottur kallinn með sítt hár og yfirvaraskegg. (þetta var rétt áður en Guðni kom)! Þarna voru td Peter Reid (Man City, Sunderland, Leeds), Frank Worthington og Paul Jones sem var að þjálfa í Kína og er njósnari hjá Bolton í dag.
Þjálfari var Ian Greaves sem var bakvörður hjá deildarmeisturum Man United árið 1958. Hann byggði upp gott Bolton lið og kom þeim í efstu deild en síðar þegar halla tók undan fæti hætti kallinn.

Og úr því að ég minntist á Sunday Times, sem Man Utd fanar virðast hata eins og pestina því þeir hafa fjallað mikið um hestamál Ferguson og rannsóknina á leikmannakaupum United manna, þá fengu þeir sportskríbentar þar á bæ níu tilnefningar til íþróttafréttamanna”óskara” í bresku pressunni, sem er met. Það var fyrir hina ýmsu mismunandi hluti eins og fótbolta, box, golf og fleira. Veit ekki hvað þeir fengu út úr þessu en veit bara að David Lacey hjá The Guardian fékk verðlaunin “sports reporter of the year”.
Heill haugur af liði skrifar fyrir The Sunday Times og gæjar eins og Peter Schmeichel (knattspyrna, hvað annað) og Nick Faldo (golf) skrifa annað veifið ásamt fullt af kanónum.

Góða helgi og áfram Leeds.
-gong-