Það var greint frá því fyrir stundu í fréttum ríkissjónvarpssins að sýn væri búið að missa sýningarrétt á enska boltanum. Sýn bauð 190 milljónir í sýningarréttinn en ekki kom fram hversu mikið skjár einn hafi boðið. Samningurinn gildir um sýningarrétt á enska boltanum næstu þrjú árin. Þetta mun líklega vera endalok sjónvarpsstöðvarinnar sýnar þar sem að stöðin byggist að mestu leiti á enska boltanum.