Ég efast um að hann sé með Win2k á 1,5 GB disk ;) Og ef þú ert EKKI með FAT32 (sem kæmi mér svosem ekkert á óvart) þá taparu diskplássi fyrir hvert einasta skjal, þannig að ef þú ert með ógurlega mikið af litlum skjölum þá gæti það verið ástæðan :)
Ég barðist og Jaheira barðist með mér :) það er allt spurning um hvernig þú talar við hana áður en bardaginn byrjar og eitthvað svoleiðis… en ég veit ekkert um það hvert hún fór, því að hjá mér fór hún ekki neitt (hún er ekki bara dauð???)
Jamm… sóknarmenn sem skora yfir 30 mörk 3 tímabil í röð eru venjulega ofmetnir… annað en góðir leikmenn eins og Andy Cole sem þarf ekki nema 30 tímabil til að skora 3 mörk (eða svo virðist það stundum :) )
Raunverulegri smaunverulegri… ef ég vill spila raunverulegann managerleik, þá sæki ég um hjá Leicester þegar að Taylor verður rekinn! Og ef ég vill erfiðann leik, þá spila ég bara lélegt lið… t.d. neðrideildarlið í Belgíu :)
Þið vitið vonandi að leikir ManUre eru bara sýndir í pay-per-view. BARA. Og það er bara mjög líklegt að Íslenska útvarpsfélagið sé ekki tilbúið að borga það sem þarf til að sýna leiki þeirra :)
Hann var settur á sölulista líka í fyrra, og gott ef ekki í hittifyrra líka :) Ég efast um að Houllier vilji hann, Macca passar bara ekkert inní spilið hjá Liverpool (ekki það að það vanti ekki skapandi miðjumann í byrjunarliðið) Liverpool hefur nú þegar Litmanen og Smicer til að spila í stöðunni hans Macca og þeir eru, að mínu áliti, betri :) Og fyrir 8 milljónir? Gleymdu því! :)
Hérna Tannbursti, profællinn þinn segir að þú sért 15 ára en þarftu ekki að vera 18 til að verða beta-tester á EVE? Anyways, ég myndi sækja um, en ég hef bara ekki tíma :)
Hvaða attributes? Positioning, marking, strength, tackling, heading, jumping, acceleration, teamwork, workrate, determination, bravery, agression (frekar mikilvægt) og anticipation. Þeir skipta ALLIR máli :) (held ég hafi ekki gleymt neinum.
Afhverju ætti maður að elta öll nýjustu updatein? Ekki nenni ég að byrja nýjan leik í hvert skipti sem einhver skiptir um lið! Og síðan eru liðin nokkurnvegin rétt miðað við byrjunina á 00-01 tímabilinu, og þá byrjar leikurinn. :) Zidane spilaði ekki með Real síðasta vetur var það nokkuð?
Markmannsmálið er reyndar af allt öðrum toga en Fowler og Zige vesenið. Það voru ekki keyptir menn í staðinn fyrir þá þegar að þeir voru að spila illa, og Zige sagði líka að honum væri sama hvort hann spilaði eða ekki. Arpexhead hefur svosem ekki verið að gera neinar rósir en Westerveld hefur bara ekki verið nógu stöðugur, hann á góða leiki þegar að það er mikið að gera, en klúðrar svo mjög oft þegar að hann fær á sig fá skot (sbr. t.d. Bolton leikinn) Ég ætla bara rétt að vona að Dudek sé...
Ég er í 2006-07 með Valencia (byrjaði með Stoke, maður á að vinna sig upp!!!! ;) ) Gengur alveg sæmilega, búinn að vinna ensku einusinni og UEFA cup (með Stoke), spænsku tvisvar, spænska bikarinn einusinni, og komast í úrslitini í Champs league einusinni. Er reyndar með allt niður um mig á þessu tímabili :) (gengur ekkert í deildinni, Barca er að rústa henni, en samt er ég búinn að vinna þá 6 sinnum í vetur :( )
Ég er eina viku í mánuði hérna alla nóttina, og það er nú nokkuð skiljanlegt að það er ekki mikið að gerast hér, flestir þurfa að fara í skólann á virkum dögum og þeir sem vaka á næturnar um helgar hafa venjulega eitthvað skemmtilegra að gera en netnördast (ekki ég samt ;) )
Jah ég verslaði minn laptop í Nýherja (sweet Thinkpad :D ) og hef EKKERT nema gott um þjónustuna þar að segja, en ætli maður sé ekki að borga fyrir hana líka :) Ég sleit band á töskunni sem ég keypti með tölvunni (svona 50% mér að kenna, en bandið var samt grunsamlega illa fest) og ég fékk nýja tösku “no questions asked”. Hún kostaði bara 10 þús :) Svo var galli í skjánum hjá mér (einn, EINN dauður pixel (sem kemur fyrir)) og flest fyrirtæki (í það minnsta úti) taka enga ábyrgð á þessu,...
Well áttu ekki nóg af peningum? Farðu bara að versla! Annars geturu kíkt á Paul Dillon en þú hljómar eins og maður sem kann ekki gott (eins og Dillon) að meta. :)
Mér langar alveg ósegjanlega að segja eitthvað barnalegt um ykkur alla, en held ég sleppi því. Svo er ég líka ansi fúll útí alla hjá Liverpool as is, held ég beini bara mínum barnalegu kommmentum þangað :)
Ég hef komið lélegra liði en R&D upp í úrvalsdeildina á 4 árum (Forest Green) svo að það að spila með R&D er ekkert challenge, EF þú hefur mikla reynslu af því að spila neðri deildinar :) Það sem mér finnst skemmtilegast þegar ég spila í neðri deildunum er þegar að einhver gaur sem ég hef fundið á free transfer reynist vera góður, ekki að geta keypt einhverja stórstjörnu (sem getur reyndar líka verið gaman :) )
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..