Mér finnast skilaboðin sem Houllier er að senda leikmönnum Liverpool með þessari markmanns-sápuóperu engan veginn nógu góð. Ef leikmenn standa sig ekki 100% alltaf þá verður þeim bara hent í á guð og gaddinn. Miðað við alla þess sálfræði sem hann hefur verið að beita hingað til, bæði varðandi Fowler, Ziege og fleiri, þá orkar þetta tvímælis.
Nú finnst mér hann hættur að vera uppbyggjandi og vera farinn að snúa sér að óþarfa niðurrifi.