Það var múrari að múra hús í Breiðholtinu. Þetta var ca. 6-8 hæða hús, og hann var að vinna á efstu hæðinni(sem var ókláruð).
Svo var hann orðinn svaka leiður á að þurfa að ganga upp allar þessar tröppur inni í húsinu til að komast uppá efstu hæðina, þannig að hann ákvað að finna annað ráð:

Það var tunna full af múrsteinum, og honum kom ráð í hug: Hann batt í tunnuna með kaðli, og kom kaðlinum fyrir í talíu(þið vitið hvernig hún lítur út). Hann lét tunnuna út á svalir(sem voru ekki með neinni girðingu, bara flatt gólf),fór svo niður, og út fyrir framan húsið. Því næst batt kann kaðalinn utan um sig, og var með langa spýtu, og ýtti svo tunnunni út af svölunum.
Hann gætti náttúrulega ekki að því að tunnan var margfalt þyngri en hann sjálfur, svo að hann þeyttist upp eins og elding, og á miðri leið mætti hann tunnunni með þeim afleiðingun að hann axlarbrotnaði, lærbrákaði sig og tábraut sig.
Þegar hann rakst á tunnuna, sveiflaðist hún til, og lenti þannig á öðrum stað en beint fyrir neðan, hún fór ofan í lægð, sem þýddi náttúrulega að múrarinn fór ofar en hann ætlaði, og klessti með fingurna í talíuna, og braut slatta af þeim.
Hann byrjaði eins fljótt og hann gat að losa sig úr bandinu, og náði að losa sig, og ætlaði svo að koma sér á svalirnar.
En við höggið sem tunnan varð fyrir þegar hún lenti hafði þær afleiðingar, að botninn brotnaði úr henni, og múrsteinarnir hrundu úr, þannig að múrarinn datt aftur niður, rúmlega 6 hæðir. Reyndar hægði það aðeins á fallinu að hann rakst aftur á tunnuna á leiðinni niður(sem hafði þær afleiðingar að hann tábraut sig á hinum fætinum) og lenti svo á grasi, sem betur fer, niðri á jörðinni.
Þar leið yfir hann, svo hann sleppti kaðlinum, sem gerði það náttúrulega að verkum að tunnan datt aftur yfir hann, með tilheyrandi áhrifum.


Svo telur maður sig vera óhepinn?