Ég hef verið að heyra rúmor um að Diablo 3 sé að koma út. Hann á sennilega að vera soltið líkur Dungeons&Dragons eða með ability points kerfum úr honum, því að Blizzard Entertainment og Wizards eru sameinuð eða eitthvað þannig. Ég var í raun bara að pæla hvort þetta væri satt.

Mér lýst allavega vel á þetta. Það má til dæmis sjá á D & D third edition að þetta er í gangi, til dæmis vegna þess að nýjum karakter klass hefur verið bætt þar inn: Sorcerer sem er eins og gaurinn úr Diablo leikjunum, fáir galdrar sem hann kann en getur gert marga á dag, öfugt við venjulega Mage-inn, sem kann marga galdra en gerir fáa á dag.
Af mér hrynja viskuperlurnar…