Ég myndi seint flokka heppni sem eitthvað æðra. Heppni, eða líkindi, er grunnurinn að öllu í heiminum samkvæmt skammtafræði. Heimur öreinda stjórnast af líkindum. En já. Ég sé hvað þú átt við. Ég fullyrti aldrei að trúaðir hefðu rangt fyrir sér. Þetta var greinilega misheppnuð tilraun til að sýna fram á það að skortur á málfrelsi gæti alveg eins beinst gegn trúuðum og gegn trúleysingjum, eða hvaða hópi sem er, og engum innan þess hóps myndi líka það. Þess vegna er ég hlynntur allri umræðu,...