Loksins. ISG hefur nú ákveðið að hætta starfsemi Íslands í landinu.

Þótt vissulega sé aðeins um einn Íslending að ræða
er þetta litla skref táknrænn atburður um að Ísland
taki ekki frekari þátt í þessu stríðsævintýri BushCo.
http://www.visir.is/article/20070905/FRETTIR01/70905113

Hermenn NATO í Írak eru að þjálfa íraska herinn og aðstoða á annan hátt við uppbyggingu íraskra öryggissveita. Upplýsingafulltrúi í stöðvum NATO í Bagdad hefur undanfarin ár verið eins konar fánaberi Íslands - táknrænn stuðningur við veru erlendra herja í landinu. Þetta framlag hefur vakið kátínu í Bandaríkjunum en í máli Craddocs í dag mátti heyra að með þessari ákvörðun litu menn ekki lengur á Ísland sem hluta af fjölþjóðaliðinu í Írak.

:D