Er búddatrú raunverulega trú? Ég er að tala RAUNVERULEGA. Hún lítur út fyrir að vera frekar einhvers skonar lífsspeki frekar en trúarbrögð, ég veit að hún gengur út á að öðlast nirvana, en búddistar dýrka ekkert, en það er grunnsteinn allra trúarbragaða að það er einhver eða eittvhað sem er yfir öllu. Fyrir mér virðast þessi trúarbrögð bara ganga út á það að halda líkamanum og andanum “hreinum”, en því miður þá fyrir mér hljómar þetta bara eins og sjálfshjálpar hlutur en ekki trú.

Þetta er bara mín skoðun og ef einhverjir vilja fræða mig um þetta þá er ykkur velkomið að gera það, haldið þessu bara málefnalegu engin, búddatrú ert víst trú!, svör án þess að færa einhver rök fyrir máli ykkar.

Ég vil endilega láta sýna og sanna að hugsunarháttur minn sé rangur, því þá hef ég lært eitthvað og betrumbætt mig.