En þær fylgja samt því að þær koma í pörum, þ.e. eind og and-eind, right? En hvernig skarast þetta ekki á við það að orka geti ekki orðið til upp úr þurru? Þú nefndir hér ofar að þegar þær eyðast svona snögglega aftur þá skipti það ekki máli, en þá mundi ég eftir Hawkinggeilsun og mig minnir að hún sé þegar einmitt þetta verður á barminum á svartholi, þá sogast önnur eindin inn í svartholið en hin sleppur og því eyðast þær ekki. komment?