Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Gölluð útskýring...

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
Auðvitað myndi þetta ekki gerast þar sem heimurinn er þrívíður. Þetta er einungis stærðfræðilegt hugarbrölt

Re: Gölluð útskýring...

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
Víst, við myndum sjá þá í gegnum þriðju víddina. Það er rétt að við myndum aldrei sjá hlutina, ef við myndum vera í sama fleti og þeir, þar sem þeir eru óendanlega þröngir. Þ.e. hafa enga breidd og því ekkert til að sjá. En við sjáum flötinn, úr þriðju víddinni… ofan frá. Svo myndi aðeins ákveðinn hluti okkar komast yfir í þeirra vídd í einu, þ.e. sá hluti okkar sem sker þeirra tvívíðu veröld. Þeir myndu skynja hann, en við gætum aldrei skynjað þau á tvívíðan hátt, þ.e. í sama fleti og þau

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
Þú spurðir hvort að sálin myndi deyja… eins og þú byggist við því að fá raunverulegt svar. Samt sem áður byrjaðiru svarið þitt á því að taka það skýrt fram að þér væri sama um raunveruleikann og það væri einlægur ásetningur þinn að trúa því að sálir séu til. Þetta er eins og að ég myndi trúa því að fjólublár einhyrningur stjórnaði alþingi og alþingismenn væru bara vélmenni. Þetta væri mín trú og mér væri sama um raunveruleikann. Síðan myndi ég spyrja hvort einhver vissi hvað fjólublái...

Re: Hvernig ætti lýðræði að vera?

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég endurtek það sem ég sagði. Mengunarskattur ætti að vera sjálfsagður. Það að láta hann ganga yfir ákveðna mengun en ekki aðra er hins vegar ósanngjarnt. Það á að skattleggja þetta allt saman, út frá olíunni sem er notuð, þ.e. leiðin til þess að skattleggja þá alla jafnt er að láta ákveðinn mengunarskatt á hvern lítra af olíu, seldan á íslandi.

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
ég veit það alveg. húsálfar eru heldur ekki til, það þýðir ekki að ég viðurkenni að húsálfar séu það sama og huldufólk. Sál og persónuleiki er ekki sami hluturinn. En eins og þú segir, báðir vita hvað hinn er að meina og hvorugum er alvara :)

Re: Gölluð útskýring...

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
Þetta eru ekki theoratical vísindi. Þetta eru stærðfræðimódel sem eiga sér ekki neina stoð í raunveruleikanum (ekkert endilega) Þau hafa einmitt þann eiginleika að geta forðast raunverulega heiminn. Strengjafræði er grein þar sem menn velta fyrir sér möguleikanum á því að heimurinn sé búinn til úr örfínum strengjum, búnum til úr orku, sem sveiflast með ákveðinni tíðni og þessi tíðni gefur þeim sína eiginleika. Þeir eru svo litlir að við munum aldrei geta rannsakað þetta og þetta verða...

Re: Gölluð útskýring...

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
til þess að það komist botn í þetta þá verðum við eiginlega að fá á hreint hvernig umhverfi þú ert að tala um. Ég er þrívíð vera og það er nauðsynlegt fyrir mig að vera í þvívíðum heimi. Ef ég rækist á tvívíðan heim, sem lægi þvert í gegnum stofuna mína, þá myndi það vera eins og að horfa á tölvuskjá eða eins og að horfa á flötinn í myndinni með carl Sagan. ég myndi sjá inn í húsin þeirra, ég myndi sjá inn í lífverurnar. Þær myndu hins vegar aðeins sjá hæð mína og breidd, þegar að ég klyfi...

Re: Gölluð útskýring...

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
rúmmál er bara ein gerð af stærð sem er aðeins möguleg fyrirbærum sem hafa 3 eða fleiri víddir. flatarmál og lengd eru líka stærðir. Þær eru notaðar til að mæla stærð tvívíðra og einvíðra hluta. flötur hefur ekkert rúmmál, hann hefur flatarmál og það er stærðin hans. Rétt eins og þú reiknar ekki hvað gólfið í húsinu þínu er djúpt. Þú reiknar stærðina á fletinum. Þú ert ekki að hugsa um 40 cm lag af steypu sem hefur þá ákveðið rúmmál, heldur ertu að hugsa um flötinn sem tvívítt fyrirbæri

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
Mér er sama hver þín trú er. Ég er bara að benda á hræsnina þegar þú kallar aðra trú OFSAtrú þegar það er í raun enginn eðlislægur munur á henni og þinni trú. Trú er bara trú. Þú trúir ekki að elskandi góð vera myndi vilja að fólk dræpi sig og tæki aðra með sér. Ég tel mig hafa sýnt fram á almáttug, alskapandi góð vera er þversögn og þess vegna ert þú, samkvæmt eigin orðum, alveg jafn mikill ofsatrúarmaður. Helduru að góð skapandi vera myndi skapa heim þar sem möguleiki væri á því að barn...

Re: Eru íslendingar kindur?

í Deiglan fyrir 17 árum, 1 mánuði
Menn eru lítið frábrugnir mönnum fyrir 6000 árum. Aðeins hávaxnari vegna betra fæðis og aukinna lífsgæða. Menn sem einangruðu sig voru ólíklegri til að lifa af en aðrir þar sem greinilegt er að maður, einn og sér, lifir ekki lengi í náttúrunni. Enn höfum við alla vega ekki fundið Tarzan. Hann gerir hópnum til geðs, og jafnvel gegn sinni betri vitund, vegna þess að undirmeðvitundin segir okkur að við séum öruggari þar. þú myndir gera það nákvæmlega sama ef þú hefðir farið í þessa tilraun....

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
takmörkun er ekki það sama og ómöguleiki. Þess vegna finnst mér fínt að líta á tíma sem flæði rúmsins. Rétt eins og tvívítt graf getur sýnt flæði punkts í einni vídd.

Re: Gölluð útskýring...

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
gólfið þitt er mælt í fermetrum. Þú ert ekkert að hugsa um það hvað gólfið sé þykkt. Þú ert ekkert að hugsa um efnið í gólfinu, þú ert bara að hugsa um flöt, sem hefur enga hæð. Hann hefur ekki stærðina 0. Hann hefur rúmmálið núll vegna þess að rúmmál er þrívíður eiginleiki sem er ekki mögulegur tvívíðum fleti.

Re: Gölluð útskýring...

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
Þeir hefðu enga þrívíða eiginleika, en við sæum þau víst. Við sæjum þau í tvívídd. Rétt eins og í myndbandinu. Annars er stærðfræði ekki vísindi. Stærðfræði þarf ekki að eiga sér stoð í raunveruleikanum, þannig séð. Hægt er að reikna út stærðfræðilega möguleika fyrir 22-víddahluti, sama hvort 22 víddir séu til eða ekki. Stærðfræði er miklufrekar heimspeki og að mörguleiti rökfræði. Gefum okkur eitt- ef það gildir þá gildir annað vegna þess að… og svo koll af kolli og þannig er þetta eitt af...

Re: Hvernig ætti lýðræði að vera?

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 1 mánuði
ákvarðana taka á að miðast við þann hóp sem verður fyrir áhrifum af ákvörðuninni. Einstaklingurinn á að taka ákvarðanir í sínu eigin lífi. Miðstýring ríkisvaldsins er eitthvað sem þarf að sigrast á og er ég sammála mörgu í greinni. Fólk segir að þjóðarkosningar séu of fyrirferða miklar og dýrar til þess að hægt sé að kjósa um hvert frumvarp þannig. En vandamálið eru ekki þjóðarkosningarnar heldur fjöldi frumvarpa, það er bara einfaldlega ekki svona mikið af hlutum sem koma allri þjóðinni...

Re: Hvernig ætti lýðræði að vera?

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 1 mánuði
Segjum nei við ESB segjum nei við valdi Segjum nei við landbúnaðarstyrkjum til íslenskra bænda Segjum já við því að hver einstaklingur taki sjálfur ákvörðun um það hvað sé honum fyrir bestu og geti þar með sjálfur ákveðið hvort hann kaupi óhollar afurðir frá Evrópu sem eru ódýrar eða dýrar landbúnaðarafurðir frá Íslandi. Segjum já við því að einstaklingurinn ráði sjálfur hvaða gjaldmiðil hann kjósi að nota. Segjum já við frelsi

Re: Hvernig ætti lýðræði að vera?

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 1 mánuði
Mér finnst sjálfsagt að það sé mengunarskattur. Fólk á að vera frjálst til að stunda þau viðskipti sem það vill svo lengi sem það skaði ekki þriðja aðila

Re: Doktorinn góði

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
Við vitum alla vega að hann er til. einn plús

Re: Gölluð útskýring...

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
Stærð þrívíðs hlutar í tvívíðum heimi væri ofanvarp hans á tvívíða heiminn. Þ.e. hálfpartinn “skuggi” hans Þ.e. þeir hlutar hans sem skarast á við þessar tvær víddir. Þeir hlutar hans sem lægju í þriðju víddinni myndu hins vegar ekki sjást. Þess vegna, ef maður myndi “labba í gegnum tvívíða veröld” þá myndu sjást sneiðmyndir af honum í tvívíðu veröldinni. En annars ef það eru aðrar víddir, sýna ákveðnir reikningar að þær væru þá minnst 11 í heildina. Það eru held ég engin reiknilíkön sem...

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
Gæti það verið af því að þegar þú varst trúlaus þá lifðiru allt öðru vísi lífi? trúleysi þarf ekki að fylgja lífstíll sem ég giska á að í þessu tilfelli hafi verið misnotkun vímuefna. En sama hvort sú hafi verið raunin, þá geturu ekki tekið þetta dæmi þar sem þú veist sjálfur að ákveðinn lífstíll fylgir ekki trúleysi. Ég hef ekki brenglaða hugmynd af trú. Trú er þegar fólk TRÚIR einhverju, þ.e. þau halda fram ákveðinni fullyrðingu sem sannleika, án þess að hafa nægjanlegan rökstuðning eða...

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
Þetta er ekki flott svar, þetta svar sýnir ekkert nema vanþekkingu á vísindum. Vísindi eru ekki pólitískt kerfi sem segja þér hvað þú átt að gera. Það segir hins vegar hvaða afleiðingar gjarðir þínar hafa. vísindi segja ekki að við eigum ekki að skapa verðbólgu. Vísindi segja okkur hins vegar hvernig hægt sé að skapa verðbólgu. Þau segja okkur líka afleiðingar verðbólgu. Þau segja EKKERT um það hvort við ættum að koma verðbólgu af stað. Vísindi segja okkur hvernig við getum klofið atóm....

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
Nei, þetta svar sýndi ekkert annað en vanskilning á vísindum. Hann talar um vísindi eins og eitthvað pólitískt kerfi en ekki sem aðferðafræði til þess að finna sannleikann. Þetta er eins og að segja að bílar séu hentugri til að komast yfir atlashafið vegna þess að þeir komast hraðar en bátar…

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
Hún er ekki að hugga sig á trú ef hún hefur trúað þessu alla ævi. The truth never hurt unless a lie got there first

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
þetta svar innihélt ekki vott af skilningi gagnvart vísindum. vísindi segja ekki hvað má og hvað má ekki, þau segja bara hvað er rétt og hvað ekki. Vísindi eru ekkert á móti því að hlusta á háa tónlist og borða feitt kjöt. Þau segja bara að staðreyndin er sú að þá sértu líklegri til að missa heyrn með aldrinum og fá hjarta- og æðasjúkdóma. Þau segja ekki hverju þó mátt og mátt ekki trúa. Þau segja bara að trúarbrögðin þín séu röng. Hvenær hafa vísindin sagt að býflugur geti ekki flogið :S...

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
mæli með því að þú lesir nokkur svör hérna fyrir ofan. Skemmtilegt hvað þú byrjar svarið þitt á því að taka fram að þú hafir ákveðna trú á einhverju málefni, sama hvað hver segir, en endar síðan svarið á spurningu eins og þú búist við því að fá vitrænt svar :D

Re: Trúið þið á sálir?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 1 mánuði
ó nei, þetta er mun óhuggnanlegra en nokkurt tröll
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok