Víst, við myndum sjá þá í gegnum þriðju víddina. Það er rétt að við myndum aldrei sjá hlutina, ef við myndum vera í sama fleti og þeir, þar sem þeir eru óendanlega þröngir. Þ.e. hafa enga breidd og því ekkert til að sjá. En við sjáum flötinn, úr þriðju víddinni… ofan frá. Svo myndi aðeins ákveðinn hluti okkar komast yfir í þeirra vídd í einu, þ.e. sá hluti okkar sem sker þeirra tvívíðu veröld. Þeir myndu skynja hann, en við gætum aldrei skynjað þau á tvívíðan hátt, þ.e. í sama fleti og þau