Hvenær vorum við bæld niður? Hvað er athugavert við gagnrýni? Hvenær vorum við ritskoðuð? Í upphafsorðum svars þíns er að finna stórar fullyrðingar sem eiga sér einfaldlega ekki stoð í sögu landsins. Einnig finnst mér ákvörðun 50 ofbeldisfullra mótmælenda ekki það sama og lýðræði. Ég er ekki að styðja núverandi stjórnarfyrirkomulag, ég kaus ekki núverandi stjórn og ég hef ávallt verið á móti henni. Ég er á móti öllum sem misnota vald, líka ofbeldisfullum mótmælendum.