Nokkrar pælingar tengdar Guði

Ég ákvað að taka það fram svona snemma að þetta er ekki ‘árás’ á Guð eða þá sem á hann trúa, þetta hefur bara verið umhugsun hjá mér af og til, og mér finnst fróðlegt að athuga hvort eitthverjir hafa svipaðar pælingar og hvort þeir skilja eitthvað meira í þessu heldur en ég geri.
Trú að minu mati ætti að vera það sem dregur fram það góða og velliðanina í öllum og öllu, ekki eitthvað sem gefur fólki ástæðu til að ganga að næsta manni og stinga hann, vegna húðlitar, skoðunar eða kynhneigðar og að það að setja einhverskonar goðsagnarveru á einhvern æðri stall finnst mer ekki vera skref í rétta átt. Trú ætti að vera eitthvað sem mismunar ekki fólki eða sundrar því eða eitthvað í þá líkingu.

Ég á það til að efast um tilveru Guðs.
Því ef hann er til, hvað var áður en hann kom til sögunar?
og ef hann hefur alltaf verið, hvernig stenst það, það gerir það ekki fyrir mér.
“allt þarf eitthverstaðar að byrja” svarar ekki miklu.

Eins og segir í bibliunni, þá skapaði Guð jörðina og okkur menn, hvers vegna erum við þá svo ófullkomin og afhverju eru menn það illa hugsandi að þeir lita á það sem einhvers konar lausn að sprengja allt í loft up, myrða og nauðga og ræna?
Ef Guð hefur vald yfir öllu sem var og verður afhverju skapaði hann okkur fær um að brjóta gegn hans eigin orðum, of með alls kyns hugsunargalla likt og að finna réttlætið í því sprengja upp heilu og hálfu rikinu í nafni Guðs (eða einhverrar trúar), til þess að við höfum frjálsan vilja yfir gjörðum okkar?

Að segja að þetta sé frjáls vilji er að minu mati bull!

“God says do what you wish, but make the wrong choice and you will be tortured for eternity in hell. That sir, is not free will. It would be askin to a man telling his girlfriend, do what you wish, but if you choose to leave me, I will track you down and blow your brains out. When a man says this we call him a psychopath and cry out for his imprisonment/execution. When god says the same we call him “loving” and build churches in his honor.”

William C. Easttom II
http://en.wikiquote.org/wiki/Hell

á íslensku:
Guð segir; gerðu það sem þú óskar, en ef þú velur rangt þá muntu verða pyntaður að eilífu í helvíti. Það herra, er ekki frjáls vilji. Það væri eins og að biðja mann um að segja við unustu sína, gerðu það sem þú óskar, en ef þú ferð frá mér, mun ég elta þig uppi og sprengja úr þer heilann. Þegar maðurinn segir þetta köllum við hann geðsjukling og heimtum fangelsisvistun/aftöku. Þegar Guð segir það segjum við hann sína “ástúð” og byggjum kirkjur honum til heiðurs.

Svo Guð talar um að fyrirgefa og að reiði sé synd, hvernig réttlætir hann það að hann sendi erkiengilinn Lucifer (betur þekktur sem Satan,djöfullinn) til helvíts, og ef það var ekki af reiði hvað þá? Ég skildi þetta þannig að hann hafi sent hann af reiði, ef það er rangt þá biðst ég afsökunar á því. En ef það var af reiði sem hann sendi Lucifer til iðra jarðar þá er það hræsni að ætlast til þess að óguðlegar, og ófullkomnar verur sem við menn hljótum að vera, þurfum að líta á það sem synd að reiðast? Eins og sést í boðorðunum hér að neðan talar guð ekki beint um að fyrigefa,
Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.

“Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, drottin vor, sem getin er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey,”
Eins og flestir vita var það Jósef nokkur sem var giftur Maríu Mey, og svo bannar heilagur andi Maríu mey, sem síðar fæðir son Guðs, mér finnst þetta téljast til að drygja hór eins og stendur í boðorðunum 10. að sé synd

“Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.”
“Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni.”
“Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.”
“Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.”
“Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.”
“Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.”
“Þú skalt ekki morð fremja.”
“Þú skalt ekki drýgja hór.”
“Þú skalt ekki stela.”
“Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.”
“Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.”
“Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.”

http://is.wikipedia.org/wiki/boðorðin_tíu

ætla ekki að hafa þetta lengra, ég er bara að benda á það er margt sem er tengt guði, er ekki alveg að virka rökrétt fyrir mér, og ef til vill ofar minum skilningi. Og sumt sem ég sé virðist Guð vera að tala í bága á við sjálfan sig, og gera svo kröfur á okkur mennina um að gera rétt en setur þá að mínu mati ekki nægilega gott fordæmi.

ég ætla fyrirfram að biðjast afsökunar á þeim stafsetningar vilum sem þið munið taka eftir..
annars er þetta það fyrsta sem ég birti hér, og það er svo sem ágætt að sjá hvort þetta sé alvarlega lélegt eða bara ásættanlegt. Endilega segið hvað ykkur finnst.
Gítarar: Washburn W14,Fender, kassagítar,40+ ára kassagítar