Sólkerfið okkar varð ekki til við miklahvell. Sólkerfið okkar varð til við það að gasský varð fyrir höggbylgju frá nærliggjandi sprengistjörnu. Mest allt gasið fór í Sólina, Júpíter og Satúrnus en þyngri efni sólkerfisins, svo sem kolefni, járn, súrefni… allt annað en vetni og helín, barst úr sprengisjörnunni. Það kemur mikla hvelli ekkert við. En ég held að efni hafi ekki einu sinni verið til við miklahvell sjálfan. Vísindin hafa ekkert að segja um upphafspunktinn sjálfan, en ef við reiknum...