Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Neikvæður tekjuskattur

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Þetta kerfi á að gilda jafnt fyrir alla. Það er fegurðin við það. Hversu vel þetta kerfi samræmist jafnrétti. Auk þess sem þetta einfaldar allt kerfið og dregur því úr opinberum kostnaði. Öryrkjar og námsmenn fá sína grunn upphæð. Ef við afnemum lágmarkslaun þá verður strax auðveldara fyrir námsmenn að næla sér í aukatekjur sem myndu leggjast ofan á grunnupphæðina þeirra.

Re: Neikvæður tekjuskattur

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Í núverandi ástandi þá eru lágmarkslaun sem eru ekkert annað en lög sem banna fátæku fólki að vinna. Í núverandi ástandi eru atvinnuleysisbætur sem fólk fær einungis ef maður er atvinnulaus og getur sýnt fram á það. Það hvetur til atvinnuleysis. Í fyrsta lagi er atvinnuleysið skapað með lágmarkslaunum og því er viðhaldið með atvinnuleysisbótum. Neikvæður tekjuskattur myndi leysa bæði þessi vandamál. Hann myndi tryggja lágmarks innkomu svo fólk getur hætt að væla um fólkið sem á engan pening...

Re: Neikvæður tekjuskattur

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Það má líta á það þannig, já.

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
ég sé ekki eina einustu setningu í þínu svari sem tengist tillögu minni á nokkurn hátt. Tillaga mín gengur út á það að færa atvinnulausu fólki vinnu: 1) Það eykur tekjur hjá þeim sem eru verst staddir núna 2) Það verður til þess að þetta fólk tekur þátt í framleiðni landsins og skapar verðmæti, en það hversu fljótt við komumst upp úr kreppunni veltur einungis á hæfni íslendinga til þess að framleiða og skapa verðmæti. Núna erum við að sóa hátt í 20% þjóðarinnar í ekki neitt. Við erum í...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég sé ekki hvað þetta tengist kommúnisma og ég sé ekki hvað er athugavert við tillöguna mína. Mín tillaga gengur út á það að færa atvinnulausu fólki atvinnu… hvað er athugavert við það? Er léttara að lifa mánuð ef að það er enginn peningur í fyrsta lagi? Við núverandi ástand er verið að henda fullt af vinnufæru fólki inn í atvinnuleysi þar sem það er ekki að framleiða neitt og ekki að skapa nein verðmæti, en það hversu hratt við komumst upp úr þessari kreppu veltur einungis á hæfni íslensku...

Re: SNORLAX.

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 4 mánuðum
fokkin of phokkin geð-fokkin-veikt

Re: Spurning varðandi forstætisráðherra

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Bara til þess að hafa afsökun fyrir enn einn Ríkisstarfsmanninn? Veistu, ég trúi því alveg upp á hana Jóhönnu. Það er ekki leiðinlegt að eyða peningum Ríkisins í sjálfa sig.

Re: Spurning varðandi forstætisráðherra

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
vegna þess að hún kann ekki ensku, og ég held að Obama finni smá skilning í sinni annars svörtu sál

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Þá minnkar hún við sig, sker niður neyslu og tekur strætó… En segðu mér, hvort er betra að vinna þessa vinnu á 650kr/klst eða vera atvinnulaus? Hvort er léttara fyrir hana að styrkja börnin sín tvö á lágum kjörum eða á engum kjörum? Auk þess er það skammarlegt að það foreldri sem ekki hefur forræði með barninu þurfi bara að greiða 20.000kr með barninu á mánuði. Það mætti alveg hækka þá tölu. Bætt við 7. apríl 2009 - 20:10 Auk þess… hvað með manninn sem kemur og er tilbúinn að vinna sömu...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Endilega lestu svörin hérna að ofan, en þá tala ég um vandann sem atvinnuleysisbæturnar skapa. Eða þær skapa hann ekkert, þær eru bara áframhald af lágmarkslaunavandanum. En hvað meinaru þegar þú talar um græðgi manna? Það er græðgi okkar neytendanna, sem viljum fá sem flestar vörur á sem lægstu verði, sem skapaði lágvöruverslanir líkt og Krónuna og Bónus. Hvað í ósköpunum meinaru með græðgi, og hvaða pólitíska kerfi kemur í veg fyrir hana? Þetta er eins og að segja: Fólk mun ennþá drepa því...

Re: Cannabis - Ekki svo slæmt eftir allt?

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hvernig geturu sagt að það sé af beinum völdum frá THC? Það er vitað að þunglyndir einstaklingar leita í vímuefni, sama hvort það er kannabis, áfengi eða eitthvað annað. Menn ættu frekar að líta á óhóflega vímuefnaneyslu sem afleiðingu, en ekki orsök þunglyndis.

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
1. Enda vil ég að Neikvæðum tekjuskatti sé komið á sem ég reyndi að lýsa hérna að ofan. Ég er þó einnig búinn að skrifa grein um hann sem ætti að byrtast fljótlega, en Damphir benti mér á að þrátt fyrir leti mína að fjalla um þetta skattfyrirkomulag þá er það í raun nauðsynlegt til þess að afnám lágmarkslauna hafi eitthver raunveruleg áhrif, því annars taka bæturnar bara við hlutverki lágmarkslauna. 2. skil ekki aðra málsgrein hjá þér. 3. ég sé ekki hvernig þessi skuldafelling er gagnleg né...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Enda er ég á því að það þurfi miklar umbætur á því sem við köllum atvinnuleysisbætur. Ég vil fá bætur til allra íslendinga, sama hvernig þeir eru staddir. Þar með myndu bæturnar ekki skerðast og fólk þyrfti ekki að vera hrætt við það að taka að sér láglaunastarf, því það myndi einungis leggjast ofan á bæturnar til að skapa ennþá hærri tekjur. Þó að slæmu hliðar lágmarkslauna séu einhverjar þá stuðla þau samt að því að allir fái jafnt (þó það sé ekki alltaf svoleiðis). Með afnemingu þeirra...

Re: Spurning.

í Geimvísindi fyrir 16 árum, 4 mánuðum
megingalli skammtafræði/öreindafræði er náttúrulega að við erum búin að bíða eftir LHC allt of lengi :P En skemmtilegar pælingar varðandi varðveislu orkunnar og hversu heilagt það lögmál er. Ef við tökum Einstein á orðinu, að orkuinnihald ljóseindar sé E=hf þar sem h er fasti og f er tíðni, og ef við tökum Hubble á orðinu og að heimurinn sé að þenjast út sem veldur rauðvikum í ljóseindum frá fjarlægustu vetrarbrautunum, þá sést að þetta stemmir ekki við orkuvarðveisluna. Þarna lækkar...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hvern andskotann ertu að babla um? Vegna þess að til eru betri og verri stjórnarfyrirkomu lög, og vegna þess að ég er með hugmynd að stjórnarfyrirkomulagi, og vegna þess að öll möguleg vond stjórnarfyrirkomulög verða alltaf fleiri en öll möguleg góð stjórnarfyrirkomulög þá fæst af því að meiri líkur en minni eru á því að mín hugmynd sé slæm og þess vegna sé rökrétt að hundsa það sem ég er að segja? Ég get sagt þér skref fyrir skref hvers vegna kommúnisminn virkar ekki, kommúníski draumurinn...

Re: Cannabis - Ekki svo slæmt eftir allt?

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Eigum við þá að dæma notagildi bílsins út frá bílslysum sem valda dauða? … við gætum nú öll lent í slysi… en það þýðir ekki að allir lendi í slysi

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Við þurfum að losna við atvinnuleysisbætur, já, eða það er þær atvinnuleysisbætur sem eru núna. Ef þú hefðir lesið svar mitt hérna til Damphirs þá sérðu að ég er hlynntur því að hafa láta ákveðna peningaupphæð renna frá Ríkinu til hvers einasta einstaklings á landinu, sama hvort hann er í vinnu eða ekki. Þá væri honum tryggð ákveðin grunnupphæð sem myndi aldrei skerðast ef hann fengi sér vinnu, heldur myndu vinnutekjur hans leggjast ofan á þessa grunnupphæð. Síðan væri borgaður ákveðinn...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég sagði aldrei að allir konungar væru lélegir konungar eða vondir menn. En ég sagði að staða sjálfs konungsins sé óréttlætanleg. En ég skil ekki hvað þessi umræða tengist konungum, viltu fá einræðisherra til að stýra sauðfénu út úr kreppunni? Ef þú varst að fiska eftir orðinu Hitler í spurningu þinni þá mæli ég nú ekki með hans aðferð að leysa úr kreppu… fá lán ofan á lán ofan og fara síðan í stríð til þess að þurfa ekki að borga þau til baka… jey…geðveik lausn

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Þetta eru spökuleringar já… og ég var ekkert að pæla í mögulegum afleiðingum setu hans sem konungs sem væri virkilega spökuleringarúnk. Ég var ekki að því, ég var að segja að staða hans sem konungur væri óréttlætanleg í fyrsta lagi, sama hvort hann væri góður eða slæmur, og það að hann missi stöðu sína væru náttúrulega alltaf neikvæð áhrif frá honum séð, þó það sé í raun það sem er réttlátt. Það er ekki verið að gera neitt sem bitnar á honum, heldur einungis banna honum að gera eitthvað sem...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Enda beiti ég því ekki.

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hvaða áhrif eru það? Og ef það eru neikvæð áhrif (sem líta út fyrir að vera neikvæð þó þau séu jákvæð í eðli sínu. Rétt eins og það er jákvæð þróun að konungur missi vald sitt, þó það sé auðvitað skref aftur frá konunginum séð, en hann bjó við vellystingar sem hann í raun átti ekki skilið). Í fyrsta lagi, hvaða áhrif ertu mögulega að tala um? Í öðru lagi, þá leysast vandamál oftast best ef einstaklingar taka á þeim sjálfir, en láta ekki Ríkið um það. Í þriðja lagi þá geta menn ekki þvingað...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
1. Það er staðreynd að lágmarkslaun valda atvinnuleysi. Það að ákveðinn hópur af fólki fái ofgreitt fyrir vinnu sína leiðir til þess að atvinnurekendur leitast við að ráða sem fæsta úr þeim hópi… þ.e. þeir leitast við að eyða sem fæstum krónum í hvert hæfileikastig. Ef ákveðið hæfileikastig er ofborgað þá einfaldlega ráða þeir færri úr því stigi. Það verður til þess að fleiri innan þessa hæfileikastigs verða atvinnulausir… svo jú, ef þú ert að vinna á lágmarkslaunum eða ef laun þín hafa...

Re: Cannabis - Ekki svo slæmt eftir allt?

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Að dæma THC út frá útbrunnum hasshausum er eins og að dæma áfengi út frá bæjarrónunum okkar ástkæru

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
þessi grein kemur gengismálum ekkert við. Ég sem faðir, nemandi með aukavinnu sem er eins láglaunað og hægt er að borga og við höfum rétt efni í að bíta og brenna er ekki mjög hrifinn af þeirri hugmynd að skerða laun mín.. Auðvitað. Það líkar ENGUM vel við það að skerða laun sín, en það eru bara því miður allt of margir búin að þurfa að horfast í augu við þá staðreynd upp á síðkastið. En spurðu þig: Ætli það sé einhver þarna úti sem er atvinnulaus vegna þess að þú ert að fá of hátt borgað...

Re: Lausn á atvinnuleysinu

í Deiglan fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Auðvitað á að afnema atvinnuleysisbætur eins og þær eru í dag. Ég vil að hver einasti Íslendingur fái jafnar bætur, sama hvort hann þurfi á þeim að halda eða ekki og sama hvort hann hafi atvinnu eða ekki. Einfaldlega að allir Íslendingar hafi ákveðnar grunntekjur. Síðan myndu allar tekjur umfram þær einfaldlega leggjast ofan á grunnupphæðina, en ekki koma í staðinn fyrir hana. Þannig gætu menn ekki þurft að hafa áhyggjur af því að missa bæturnar ef þeir taka að sér tímabundna vinnu sem þeir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok