Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Veit einhver hvað hann er að tala um? (v. icesave)

í Stjórnmál fyrir 16 árum
Það er nú enn óvíst að við berum lagalega ábyrgð. Engin ákvæði eru um þetta innan Evrópusambandsins vegna þess að það er aldrei reiknað með hruni heils hagkerfis. Er það ekki líka bara innistæðutryggingasjóðurinn sem á að dekka þetta, eða er eitthvað í lögum sem segir að ríkið verði að taka ábyrgðina? (aðeins orð ráðamanna við hrunið) Og svo er það sitt hvort málið 1) hvort við eigum að borga þetta 2) hvort við eigum að sætta okkur við núverandi samning. Sá eini sem getur í raun sagt til um...

Re: Topp fimm mest pirrandi Íslendingarnir

í Tilveran fyrir 16 árum
1. Fréttamenn sem fá rithöfunda til þess að mæta í viðtöl um pólitísk málefni 2. Rithöfundar sem halda að þeir viti eitthvað um pólitík 3. Fólk sem finnst sjálfsagt að hafa ljóðskáld og rithöfunda í pólitískri umræðu 4. Einar Már af fyrr greindum ástæðum. 5. … Einar Már aftur fyrir ómálefnalega ræðu á borgarafundinum í Iðnó um daginn

Re: Bandaríkin

í Stjórnmál fyrir 16 árum
Corporation Incorporated… nice Bætt við 11. júlí 2009 - 19:37 galli á myndinni, það vantar yfirvaraskegg á 3 löggu

Re: CEO= Dr. Evil

í Deiglan fyrir 16 árum
eins og?

Re: Hvenær áttum við okkur á því...

í Deiglan fyrir 16 árum
http://en.wikipedia.org/wiki/American_Medical_Association The AMA's mission claims to [...] lobby for legislation favorable to physicians and patients http://en.wikipedia.org/wiki/American_Medical_Association#Criticisms

Re: Hvenær áttum við okkur á því...

í Deiglan fyrir 16 árum
1. Ég nefndi mögulegar lausnir. Þín lausn er greinilega að hamla framboði á olíu með valdi, gangi þér vel. En eins og ég sagði, ég veit ekki allt á bakvið loftslagshlýnunina, hvort hún sé af mannavöldum, hvort hún sé slæm, hvort hún sé afturkræf. En ný tækni mun leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Annars, ef við höldum áfram samanburði við goðorðin þá voru þau aðeins framkvæmdaraðili, lögin voru ákveðin á Alþingi þar sem goðarnir komu saman. 2. http://www.youtube.com/watch?v=CR0i-u9jmCQ...

Re: Coincidence? I think not!

í Sagnfræði fyrir 16 árum
Passar sem sagt :)… allt nema myndin. Já, Alexander III var afturhaldssamur, sonur hans II var frjálslyndari en faðir hans , svo eftir morðið þá kom aftur afturhaldssinni í valdastólinn

Re: CEO= Dr. Evil

í Deiglan fyrir 16 árum
Hvað meinaru með ‘kapitalismi’? Og hvenær réttlætir kapitalisminn glæpi eða að skaða aðra?

Re: Hvenær áttum við okkur á því...

í Deiglan fyrir 16 árum
Auk þess sem ríkið sér til þess að heilbrigðisþjónusta er skuggalega dýr. Menn mega ekki vinna sem læknar án þess að hafa farið í minnst 4 ára háskólanám. AMA er með algjört einokunarvald á framboði lækna. Með því að takmarka framboð lækna þá geta þeir hækkað verðið á læknisþjónustu. Ef BNA væru í raun frjálst ríki þá væri þetta ekki vandamál í fyrsta lagi þar sem heilbrigðisþjónustan væri ekki svona dýr. btw þá eru bara læknar í AMA, þetta er læknaklíka.

Re: Hvenær áttum við okkur á því...

í Deiglan fyrir 16 árum
Mengandi fyrirtæki færu í goðorðið sem ekki hefði höft á mengun.Ef það er almennt illa liðið af fólki þá myndu þeir fá á sig óorð og missa viðskiptavini. En eins og ég sagði, þá sé ég lítið athugavert við það að setja almennan mengunarskatt. Þó það væri ekki fullkomið fyrirkomulag þá væri það skref í áttina. Undir hvaða löggjöf? Hans eigin?dómstóla sem njóta virðingar. Varðandi vísindamenn, þá geta þeir alveg unnið að sínum verkefnum sjálfir. Nú eru vísindamenn starfandi innan einkarekinna...

Re: Hvenær áttum við okkur á því...

í Deiglan fyrir 16 árum
http://www.geocities.com/tracysaboe/Privatecharityandwelfare.html In 1910, before England's massive welfare state, there were 26,877 registered charity organizations, and at least that many unrestestered ones. They helped people with medical care, aid to orphans and widows, burials, and other benefits. But when England started federalizing welfare, the number of charities plummeted, and the charities that were able to remain, lost much of their effectiveness.Sama á við um BNA. Síðari hluti...

Re: Tímaflakks könnunin

í Vísindi fyrir 16 árum
nei, þá værir þú búinn að ferðast í heim sem er samhliða okkar, en á öðru tímabili. back to the future

Re: Orsök og afleiðing

í Deiglan fyrir 16 árum
Hver var að tala um að taka hluta landsins? :) Bætt við 10. júlí 2009 - 16:09 annars, flott grein

Re: Góður bolur

í Stjórnmál fyrir 16 árum
1985? Alheimskreppa. Eins og þú sérð þá hrappar S-Ameríka á undan Chile. Hagfræði eru vísindi, og þá sérstaklega sá angi hagfræðinnar sem fjallar um peningamál. Ástæðan fyrir því að hrapið var svona rosalegt í Chile er enn og aftur, ekki frjálsa markaðnum að kenna, heldur peningamálastefnu. Her juntan hafði fest gengið á Chile-gjaldmiðlinum árið 1980 sem brenglaði markaðnum og leiddi til þessa falls. Ef ríkið hefði ekki fest gengið og markaðurinn fengið að starfa óáreittur er ekki víst að...

Re: fermingar?

í Tilveran fyrir 16 árum
ef það væri virkilega málið, já. En eins og við vorum að tala um í þessum þræði þá snýst fermingin einmitt ekki út á það.

Re: stjórnmál í dag

í Stjórnmál fyrir 16 árum
ég meina íhaldsmenn í þeirri merkingu að þeir vilja tiltölulega frjálsan markað, þ.e. að fyrirtæki eiga að vera í einkaeigu, þó svo að ríkisafskipti séu þó með alls konar reglugerðum. Svo þurfa þeir ekki að vera jafn frjálslyndir í persónumálum og í fjármálum og finnst mikilvægt að halda uppi gömlum gildum

Re: Coincidence? I think not!

í Sagnfræði fyrir 16 árum
Svo segir þjóðsagan að þegar hann hafi verið myrtur hafi hann verið á leiðinni í þinghúsið með stjórnarfrumvarp þess eðlis að það myndi auka lýðræði í Rússlandi. Ég er ekki viss á sannleiksgildi þessa, en það er vissulega dramatískt þegar maður lítur svo á eftir mann hans sem lét sér ekki detta það í hug að gera neitt varðandi þetta skjal :Þ

Re: Coincidence? I think not!

í Sagnfræði fyrir 16 árum
Létti Alexander ekki gríðarlega á bændaánauðinni? Mig minnir að dómsvald yfir bændum var tekið af landeigindum. Klíkur stórlandeigenda brotnar upp og dómar linaðir. T.d. lagt bann við líkamlegum refsingum. Hann ætlaði að skapa stétt sjálfseignarbænda til þess að rússland yrði með hæfan landbúnað og að minnsta kosti hæfir til þess að vera sjálfum sér nægir um mat. En vandinn var sá að í staðinn fyrir að láta bændur fá jarðirnar þá setti hann þær í umsjá Mir, sem voru lítil bæjarþing þar sem...

Re: Orsök og afleiðing

í Deiglan fyrir 16 árum
Mér finnst að það ætti að vera stjórnarskrárvarinn réttur okkar að restart-a ríkinu. Segja bara : NEI, hingað og ekki lengra! Nú erum við með lög sem eru allt að þúsund ára gömul og enginn kann, nú er nú komið. Nú viljum við byrja upp á nýtt, skrifa nýjar reglur fyrir okkur sem við getum verið sammála um. Réttur #1: með 50% væri hægt að krefjast endurræsingar á ríkinu. Réttur #2: með nægu fylgi þá mætti hópur manna segja sig úr íslenska ríkinu og stofna sitt eigið ríki. (þess vegna...

Re: fermingar?

í Tilveran fyrir 16 árum
gifting er trúarleg athöfn. Rétt eins og það að nefna barnið sitt er ekki trúarleg athöfn, þá er skírnin trúarleg. Það að staðfesta eilífa samvist með öðrum einstakling er ekki trúarlegt, en giftingin er trúarathöfn. Hefuru aldrei verið í giftingu? Þær eru ekki í kirkjum bara upp á djókið, það er ekki prestur vegna þess að hann er í svo töff fötum :P

Re: Hvenær áttum við okkur á því...

í Deiglan fyrir 16 árum
1. Já, við fundum leið. Hún er flókin, fyrirferðamikil, kostnaðarsöm, hefur verið beitt til að réttlæta ójafnrétti og ýtir undir einokun í skjóli ofbeldis. Mér líst bara alls ekki á það. Góðgerðastarfsemi einstaklinga minnkar alltaf í takt við þenslu ríkisins, það er bara staðreynd. Nú til dags stundar fólk ekki góðgerðastarfsemi vegna þess að það ætlast til þess að ríkið reddi þessu. 2. Það eru líka til kenningar um að olíu peak-ið sé komið. Ég veit ekki hvað er satt og logið en eitt veit...

Re: Tímaflakks könnunin

í Vísindi fyrir 16 árum
nema þú hafir hreinlega skapað nýjan heim, sem er samhliða okkar heimi, en hefur annan söguþráð. Hefuru ekki séð Back to the Future :)

Re: fermingar?

í Tilveran fyrir 16 árum
mikilvægustu ákvörðun lífs síns? það er nú bara djók

Re: fermingar?

í Tilveran fyrir 16 árum
áfanginn er sá að vera kominn í fullorðinna manna tölu. Gömul hefð, en eiginleikarnir eru þeir sömu þegar borið er saman við giftingar, þ.e. allt dinglum danglið í kringum þetta

Re: Hvenær áttum við okkur á því...

í Deiglan fyrir 16 árum
Eins og ég sagði og segi aftur, þá hefur ríkið ekki stuðlað að helstu framförum vísindanna svo ég viti. Þetta voru fyrst og fremst einstaklingar sem notuðu sínar eigin gáfur og innsæi til þess að skapa vísindakenningar. Enda sé ég ekki hvernig ríkið getur gert neitt til þess að aðstoða við að skapa vísindakenningar, þó þeir geti fjármagnað rannsóknir. Auðvitað taka ekki allir þátt í góðgerðastarfsemi. Í fyrsta lagi má líklegast nefna þá staðreynd að ríkið hirðir nánast því 40% af tekjunum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok