Eins og málin blasa við mér skrifuðum við undir EES samninginn sem leyfði okkur að stunda ákveðin viðskipti án ákveðinna hafta og með öðrum við Evrópu. Meðal annarra voru þar bankaviðskipti. Þegar íslenskir bankar stofnuðu útibú erlendis var lágmarksábyrgðin (allt að ~20000€/reikning) hjá íslenskum stjórnvöldum og afgangurinn á könnu þarlendra stjórnvalda. Umræður höfðu farið fram um breytingu þessa fyrirkomulags en við gjaldþrot bankanna var ábyrgðin enn á Íslandi.

Nú segja margir að þeir vilji ekki að Ísland borgi þetta. Eru einhverjar röksemdir að baki því? Eru einhver lög sem leyfa okkur að komast hjá því? Hver á þá að borga?

Ef við tökum víkingastíl á þetta og sleppum því bara að borga getum við reiknað með að verða óvinsæl viðskiptaþjóð (og miðað við fyrri viðbrögð Breta megum við líka reikna með viðskiptabanni). EES samningurinn verður heldur tilgangslaus ef þjóðir virða hann bara þegar þeim hentar.

Svo, af hverju ættum við ekki að borga? (inb4 “ég gerði ekkert til að verðskulda þetta,” etc. Ég er ekki að spyrja hvað við eigum að gera siðferðislega, heldur lagalega.)