Alveg finnst mér það merkilegt, hvað menn geta haldið að forstjórarnir á stóru fyrirtækjunum séu vondir, og geri allt til að græða peninga. Halda mætti að þetta séu litlir feitir kallar með vindla segjandi ,,Haha, svo kem ég af stað Borgarastyrjöld í Honduras, þá hækka bananarnir mínir í verði.''

Mér finnst ég bara verða að minnast á þetta, enn þessir forstjórar eru jú, basicly í vinnu. Það er starf þeirra að skapa hagnað, annars verða þeir reknir. Þeir eru ekkert meðvitaðir um afleiðingar meirihlutans sem þeir gera frekar enn þú þegar þú downloadar tónlist. Eina sem þeir vita, að ef þeir standa sig ekki verða þeir reknir og nýr kosinn af hluthöfunum, og hluthafarnir hafa oftast ennþá minni hugmynd um hvað er að gerast í fyrirtækinu, þeir vilja bara að það borgi sig.

hluthafarnir hafa oft tekið lán, og laggt mikið í hættu, lán hjá bankanum. Sem bankinn fékk peninga fyrir með þínum innistæðum. Skili fyrirtækin ekki hagnaði, fýkur forstjórinn, verðið lækkar, hluthafinn tapar, bankinn fær ekki greitt og í versta falli gætir þú misst bankainneign þína ef bankinn færi á hausinn og ríkisstjornin gerði ekkert.

Alveg merkilegt hvað margir geta verið þröngsýnir og einblínt á það eitt hvað stóru fyrirtækin geta verið vond. Þótt að þau hafi gert margt slæmt(og mun meira gott… ekki gleyma því) þá er það oft alveg ómeðvitað.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.