Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
þetta eru mismunandi efni og neysla þeirra er algjörlega óháð hverju öðru. Maður sem byrjar á að fá sér einn bjór, endar hann á því að drekka 30 bjóra á fylleríi? Endar hann á því að drekka 20-30 bjóra á dag? Það er svo fáránlegt hjá þér að segja þetta að það nær engri átt. Vissulega mynda menn þol gagnvart E-töflum og ef menn leyfa líkamanum ekki að jafna sig á milli þá þurfa menn að taka nokkrar til þess að ná vímunni sem þeir vilja ná fram, en það að halda að menn geti étið þetta eins og...

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
En ef kannabisreykur inniheldur sömu efni og tóbaksreykur, nema bara í meira mæli, þá finnst mér nokkuð augljós að hann ætti að valda krabbameini, gefið að tóbaksreykur valdi krabbameini. En eins og kom fram í Washington post linknum þá á THC að hafa verjandi áhrif fyrir þessu, þar sem það drepur aldraðar frumur, og kemur þannig í veg fyrir að þær nái að stökkbreytast. En þú mátt trúa því að ég vitna ALDREI í SÁÁ :D Alla vega ekki meðan þeir eru með falsaða mynd á heimasíðunni sinni :P

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Enda segir það sig sjálft að 4-5 sinnum í viku er orðin frekar stíf neysla. Þegar ég segi að langtíma áhrifin séu lítil sem engin, þá er ég auðvitað ekki að tala um áhrif á menn á meðan mikil neysla er í gangi. Ef einhver drekkur 4-5 sinnum í viku þá muntu örugglega taka eftir því að sá hinn sami verður greinilega slappari og þreyttari einstaklingur, en það þýðir ekki að langtímaáhrif af áfengi séu þreyta og slappleiki

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Kannanir og rannsóknir af þessari gerð eru alltaf miðaðar við per neytenda. LSD, E og THC er tiltölulega skaðlaus efni ein og sér og hafa lítil sem engin langtíma áhrif á líkamann. Það sem þú talar um sem steikta einstaklinga er líklegast ímynd sem þú hefur fengið úr bíómyndum. Vissulega er fólk öðruvísi þegar það er undir áhrifum vímunnar, það segir sig eiginlega sjálft, en þegar runnið er af fólki er það ekkert öðru vísi en allir aðrir. Svarið þitt angar af fordómum. Ef þú vilt að fólk...

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Nei, vegna þess ég er að tala um per neytenda. Þá ætti fjöldi þeirra ekki að skipta máli. Rannsóknir í Bretlandi sýna að um það bil 7 deyja af völdum E á hverja 100.000 neytendur. sambærilegar tölur fyrir áfengi eru 625. Ef þú flokkar hættu vímuefna eftir dauðsföllum, þá má segja að áfengi sé 9 sinnum hættumeira en E

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Settu hausinn á þér í gasgrímu, fylltu hana í reyk og reyndu að lifa lengur en 2 mínútur. borðaðu 300gr af salti og segðu mér að salt sé hættuminna en kókaín. drekktu heilan pela af lýsi og segðu mér svo að A vítamín sé hollt. reyndu að búa mér ljónahjörð í mánuð og segðu mér svo að kettir séu skemmtileg dýr. Ertu hálfviti?

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
ferð bara á niðurtúr af spítti, sem er örugglega ekki gott ofan í þynnku

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Já, ef þú ert að tala um sama áfengismagn, sem sagt lítið rauðvínsglas á móti bjór, þá er greinilegt hvers vegna þú pissar meira. Einfaldlega vegna þess að þú ert búinn að drekka miklu meiri vökva í bjórnum en í víninu. Ef þú ert hins vegar að tala um í lítratali þá ættiru að hlanda meira af rauðvíninu, þar sem vatnsmagnið er svipað en mun meiri áhrif á þvagtemprandi stöðvar heilans

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Þú hefur hvergi lesið að kannabisreykur sé 3-4 sinnum líklegri til þess að valda krabbameini. Það sem þú hefur líklegast lesið er að kannabisreykur inniheldur að jafnaði 3-4 sinnum meira af þeim krabbameinsvaldandi efnum sem eru í sígarettureyk. Það, auk þess að honum er haldið lengur inni til þess að ná hámarksáhrifum (sem væri kannski ekki nauðsynlegt ef kannabis væri svona dýrt hér á landi) virðist, af þessum forsendum gefnum, greinilega vera meira krabbameinsvaldandi. Hins vegar reykir...

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Þá ert þú alveg jafn blindur og þeir sem segja að kannabis sé hættulegra en áfengi og sígarettur… Hvaða rannsóknir hefur þú gert til þess að fullyrða að áfengi sé ekki hættulegra en alsæla? Það eru mun fleiri sem neyta alkahóls sem deyja vegna neyslu sinnar en E-neytendur sem deyja vegna E. E og LSD hafa voðalega lítil áhrif á líkamann, þannig að ef menn eru skynsamir og neyta efnanna í öruggu umhverfi, oftar en ekki með einhvern til þess að passa upp á sig, þá er í raun lítið sem ekkert sem...

Re: Fíkniefni

í Tilveran fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Hvað meinaru með sama magni? hálfan lítra af rauðvíni á móti hálfum lítra af bjór?

Re: Kapítalismi góður eða vondur hlutur?

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Hvernig ætlaru að sjá til þess að framleiðslutækin séu í eigu allra án þess að hafa ríkisskipulag og miðstýringu? Og ef framleiðslutækin eru í eigu þeirra sem stunda framleiðsluna, er það þá ekki strax stórt skref í átt að einkaeigu? Munurinn á kapitalisma og sósíalisma væri þá einungis sá að ef ég vildi ráða mann í vinnu þá yrði ég einnig að afhenda honum hlut í félaginu?

Re: Kapítalismi góður eða vondur hlutur?

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Mér sýnist þetta graf ekki vera leiðrétt með tilliti til verðbólgu. En jafnvel þó leiðrétt sé með tilliti til verðbólgu þá myndi hún samt líta svona hún, hallinn væri bara ekki jafn brattur. en hún myndi samt sem áður tala sínu máli.

Re: USA og Ísland; "Misheppnaðar tilraunir" ?

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Hvað meinaru með ‘ofurveldi’ og hvenær voru þeir upp á sitt ‘besta’?

Re: USA og Ísland; "Misheppnaðar tilraunir" ?

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
1. En það munu líklegast allir vilja verja það sem þeim þykir rétt. 2. Ég sé ekki hvernig ég tók orð þín úr samhengi. Ég er annars vegar búinn að færa rök gegn þessum aðgerðum á þeim grundvelli að þetta sé mjög slæmt fyrir landsframleiðsluna, sem er lykillinn að velferð. Ég er búinn að segja að þetta sé slæmt þar sem það er verið að skapa óvild á vesturlöndum meðal venjulegra bænda sem tengjast hvorki Talibönum né Al-Kaída (þó svo að Talibanar fjármagni sig vissulega með ópíumrækt þeirra)....

Re: Friðarverðlaun Nóbels og Barack Hussein Obama

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Vegna þess að það er alltaf gaman að vitna í Friedman: The true test of any scholar's work is not what his contemporaries say, but what happens to his work in the next 25 or 50 years.

Re: USA og Ísland; "Misheppnaðar tilraunir" ?

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Sundurleit þjóð sem á minni sameiginlegt? Það kallast fjölbreytni og er eitt helsta einkenni hnattvæðingarinnar sem við erum að fara í gegnum. USA og UK eru mjög framarlega í heiminum í dag. Í flestum löndum í heiminum er mun verra ástand en þar, en það eru fá lönd þar sem er betra að lifa

Re: Já, uh, hæ?

í Dulspeki fyrir 15 árum, 8 mánuðum
don't can it

Re: Kapítalismi góður eða vondur hlutur?

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ég man ekki eftir því að þú hafir sent mér þann hlekk. En ég hélt því aldrei fram að ríki væri nauðsynleg forsenda einokunar. Ég hélt því fram að langflest dæmi einokunar eða fákeppni á mörkuðum sem við könnumst við í dag sé vegna ríkisafskipta. Svo er ég ekki viss um að mikill auður á höndum fárra aðila sé nauðsynleg forsenda ríkis. En ef ríki er þegar einhver hefur einokunarvald á ofbeldi í samfélagi manna (sem ég myndi líta á sem góða skilgreiningu) þá býður slíkt ástand náttúrulega...

Re: Já, uh, hæ?

í Dulspeki fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Um hvað ertu eiginlega að tala? Hvenær reyndi ég að skipta skoðun þinni? Ég var bara að fá þig til að vera í takt við þínar eigin skoðanir. Þú varst sammála því að forsenda þess að eitthvað geti kallast fræði, þá verði þau að innihalda einhvern fróðleik. Ég er ekki að þræta, þvinga mínum skoðunum á neinn eða þursast. Ég sagði einfaldlega: ‘Sýndu mér fróðleikinn og ég skal samþykkja dulspeki sem fræði…’

Re: Íslendingar skuldugri en BNA per capita

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Hann kom með link sem vitnaði í þjóðarframleiðslu. En annars þá er ríkt fólk oft stórskuldugt. Það að vera ríkur er oft nauðsynleg forsenda þess að vera stórskuldugur. Það eru ekki margir tilbúnir að lána fátækum manni mikið af peningum

Re: Kapítalismi góður eða vondur hlutur?

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Og hvar gat fólk notað þessi laun? Það keypti af ríkinu. Ríkistannkrem, ríkissjampó, ríkissultu, ríkisíbúð, ríkisbíl og ríkisbrúðkaup… Auðvitað mátti fólk versla… en einungis við einn aðila, sem þýðir í raun að fólk mátti ekki stunda viðskipti. (þ.e. ég má ekki stunda viðskipti við annan aðila, nánast öll viðskipti urðu að vera við ríkið)

Re: Kapítalismi góður eða vondur hlutur?

í Deiglan fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Nákvæmlega… það er engum treystandi. Ég veit alla vega ekki hvar þú ætlar að finna þessa engla sem eiga að vaka yfir okkur og vita hvað er okkur fyrir bestu. Þeir sem troða sér að í stjórnmálum, koma sér fyrir í þingsætum og láta vel um sig fara eru bara venjulegt fólk eins og við hin og veit ekkert meira í sinn haus… hins vegar hafa þau gífurleg völd… sem er bara hættulegt

Re: Til anarkistanna

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Þá skattlagningu verður að fara voðalega varlega í, því ég sé ekki að hún sé réttlætanleg oft á tíðum… nema þú getir sýnt fram á að meðferðarstofnanir skili virkilega árangri. En miðað við félög eins og AA, þá virðast þau ekki gera annað en sjúga að sér peninga ógæfufólks án þess að þau skili neinum raunverulegum árangri.

Re: Já, uh, hæ?

í Dulspeki fyrir 15 árum, 8 mánuðum
hættu að henda fram orðum eins og þröngsýnn og bentu mér frekar á hvar ég var þröngsýnn. Nei, það er ekki hægt að afsanna eftirlífið (Þó við getum hins vegar fullyrt að það sé ekkert sem bendir til þess að það sé eftirlíf, þar sem meðvitund okkar byggist algjörlega á heilastarfsemi og ég veit ekki hvað ætti að halda þeirri starfsemi áfram ef heilinn er ekki lengur gangandi). En við vorum aldrei að tala um eftirlífið eða afsönnun á því, hættu að beina umræðunni í aðra átt. Þú vildir meina að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok