Þú ert ekki bara að tala um þá. Þetta á við um mörg önnur brot líka, t.d. fíkniefnabrot. Þú ert í raun bara búinn að segja að fangelsi sé ekki nógu góð lausn eins og er, en geturu sýnt fram á að líkamlegar refsingar séu betri lausn? Þær hafa verið stundaðar í gegnum árþúsundin, ekki bara við alvarlegum ofbeldisverkum og kynferðisbrotum heldur einnig vegna trúarskoðana, pólitískra skoðana, smáþjófnaði, kynlífi utan hjónabands, hestaþjófnaði og almennri óhlýðni. Voru glæpir eitthvað fátíðari...